fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Fullorðnisróla, snjallsprellikarl og „I love Reykjavík“ skilti: Opnað fyrir kosningu í Hverfið mitt 2018

Auður Ösp
Miðvikudaginn 17. október 2018 17:25

Reykjavik cityscape in Iceland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opnað hefur verið fyrir atkvæðagreiðslu í Hverfið mitt 2018. þar sem íbúar, fæddir árið 2003 eða fyrr, með lögheimili í Reykjavík geta kosið áfram hugmyndir í einu hverfi Reykjavíkur.

Íbúalýðræðisverkefnið Hverfið mitt felst í að fá hugmyndir frá íbúum varðandi hvernig hægt er að bæta hverfi borgarinnar á einhvern hátt, og kjósa síðan um hvaða verkefni komi til framkvæmda. Hugmyndasöfnun fór fram í febrúar síðastliðnum og bárust fjölmargar uppástungur sem snúa meðal annars að umhverfi og möguleika til útvistar og samveru, aðstöðu til leikja og afþreyingar og betri aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi borgarbúa.

Fram kemur á heimasíðu verkefnisins:

Hægt er að kjósa áfram hugmyndir fyrir þá upphæð sem hverju hverfi hefur verið úthlutað.

íbúar geta aðeins kosið í einu hverfi af tíu.

 Íbúar geta sett stjörnu við eina af þeim hugmyndum sem þeir kjósa og þannig gefið þeirri hugmynd tvöfalt vægi, tvö atkvæði í stað eins.

 Kjósandi getur kosið eins oft og hann vill meðan kosningin er opin, en hafa ber í huga að það er aðeins nýjasta atkvæðið sem gildir.

 Kosning fer fram á vefsvæði þar sem íbúi auðkennir sig með öruggum hætti og verður atkvæði hans dulkóðað. Því er ekki hægt að tengja atkvæði við einstaklinga.

 Ekki er um að ræða íbúakosningu í skilningi 107. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138 frá 2011.

 Hverfi Reykjavíkur eru tíu: Vesturbær, Miðborg, Hlíðar, Laugardalur, Háaleiti-Bústaðir, Breiðholt, Árbær, Grafarvogur, Grafarholt-Úlfarsárdalur og Kjalarnes. Fjármagn hverfanna skiptist á eftirfarandi hátt: ( allar tölur eru námundaðar í heilar tölur)

  • Árbær: 41 milljónir
  • Breiðholt: 70 milljónir
  • Grafarholt-Úlfarsárdalur: 31 milljónir
  • Grafarvogur: 60 milljónir
  • Háaleiti-Bústaðir: 51 milljónir
  • Hlíðar: 40 milljónir
  • Kjalarnes: 14 milljónir
  • Laugardalur: 55 milljónir
  • Miðborg: 33 milljónir
  • Vesturbær: 55 milljónir

Eins og gengur og gerist eru hugmyndirnar eins misjafnar og þær eru margar og óhætt er að segja þær séu misfrumlegar. DV tók saman nokkrar áhugaverðar hugmyndir sem bárust nú í ár en hægt er kjósa hér.

Í Laugardal stingur einn íbúi upp á að búið sé til svæði svo  hægt sé að setja upp matarmarkað í hverfinu sumarið 2019. Víst er að slíkur markaður myndi kalla fram skemmtilega stemningu en kostnaðurinn er í kringum 13 milljónir.

Fyrir Hlíðar er meðal annars stungið upp á tjörn á Klambratúni. Um er að ræða nokkuð kostnaðarsamt verk, eða rúmlega 40 milljónir. Tjörnin myndi vera grunn vaðtjörn með vatnssúlum sem hægt væri að leika sér í á sólríkum sumardögum.

Íbúi í miðborg Reykjavíkur stingur upp á„I love Reykjavík“ skilti. Sambærileg skilti er að finna víða í erlendum stórborgum og er meðal annars frægt kennileiti í New York. Kostnaðurinn við skiltið er rúmlega 8 milljónir.

Annar íbúi í miðborginni stingur upp á skjá úr vatni og hologram á Tjörninni. Tækið býr til vatnsúða sem síðan er hægt að varpa á hologram myndum og ljóslistaverkum.  Kostnaður: 33 milljónir.

Fyrir Breiðholt er meðal annars stungið upp á því að setja stóran sprellikarl á hentugt grænt svæði á 10 -12 metra hárri stöng. Um væri að ræða stærsta snjallsprellikarl í heimi en kostnaðurinn við verkið myndi vera í kringum 26 milljónir.

Þá kemur annar íbúi með frumlega lausn við að fjarlægja veggjakrot: mála yfir skemmdaverkin og breyta þeim í abstract myndir. Kostnaður: 4 milljónir.

Fyrir Grafarholt er meðal annars stungið á hringsjá á Reynisvatnsheiði. Einnig er hægt að tala um útsýnisskífu, sem yrði þá með örnefnum sem vísað væri á. Kostnaðurinn er í kringum 10 milljónir.

Fyrir Árbæ er meðal annars stungið upp á deilihjólastæði við almenningsstaði þar sem hjólreiðamenn gætu varist þjófnuðum með hjálp nýjustu tækni. Hægt væri að læsa hjólinu með snjallsíma.  Kosnaður: 4 milljónir.

Fyrir Vesturbæ er meðal annars stungið upp á sérstakri rólu fyrir foreldrana sem geta þá hvílt lúin bein á meðan ungviðið hleypur um. Áætlaður kostnaður er 3 milljónir.

Fyrir Grafarvogi er meðal annars stungið upp hundagerði á völdum stað þar sem einnig væru leiktæki og að sjálfsögðu bekkir þar sem hundaeigendur geta tyllt sér. Kostnaður væri í kringum 4 milljónir.

Íbúi á Kjalarnesi kemur með frumlega hugmynd sem er umhverfisvæn og gleður líka augað. Um er að ræða grænan mosavegg sem dregur í sig mengun en einn slíkur kemur til með að kosta 8 milljónir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega