Eyjan

Aldrei erfiðara að kaupa fyrstu eign miðað við laun

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. október 2018 12:45

Ljósmynd: DV/Hanna

Greining Íslandsbanka spáir því að hækkun íbúðaverðs á þessu ári verði 8,2 prósent, 5,5 prósent á því næsta og 4,4 prósent árið 2020. Raunverð muni hækka um 5,6 prósent á þessu ári, 2,0 prósent á næsta ári og 1,2 prósent á árinu 2020.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Greiningar um íbúðamarkaðinn hér á landi. Í skýrslunni er tekið saman ýmislegt er viðkemur íbúðamarkaðnum hér á landi og má sjá brot af því helsta hér að neðan.

Meðal þess sem fram kemur er að aldrei hefur verið erfiðara en nú að kaupa fyrstu eign miðað við laun. Vísað er í tölur Hagstofunnar sem sýna að markaðsverð íbúðarhúsnæðis á landinu öllu hafi hækkað að meðaltali um 42 prósent síðastliðin þrjú ár.

„Þessar verðhækkanir orsaka aukið eigið fé við fasteignakaup sem gerir það að verkum að oft og tíðum er erfiðara, og þá sérstaklega fyrir fyrstu kaupendur, að komast inn á markaðinn.“

Hér má nálgast skýrsluna í heild sinni

Það helsta í skýrslunni:

  • Hlutfall íbúðaverðs og launa var um 10% yfir langtímameðaltali á síðastliðnu ári. Til samanburðar þá fór hlutfallið hæst í 29% yfir meðaltal í síðustu uppsveiflu og var því talsvert erfiðara að kaupa húsnæði þá en í dag miðað við laun.
  • Það hefur aldrei verið erfiðara að kaupa fyrstu eign miðað við laun. Hlutfall launa aðila á algengum fyrstu kaupa aldri og verðs á smærri eignum var um 31% yfir langtímameðaltali á síðastliðnu ári og hefur það aldrei verið hærra.
  • Raunverð húsnæðis hefur hækkað næst mest hér á landi, á eftir Indlandi frá árinu 2010 á alþjóðavísu. Raunverð hefur til að mynda hækkað 1,5 sinnum meira en í Svíþjóð, 2,2 sinnum meira en í Noregi og rúmlega fjórfalt meira en í Danmörku.
  • Langflestir eða um 90% leigjenda telja að óhagstætt sé að vera á leigumarkaðinum. Yfirgnæfandi meirihluti aðila á leigumarkaði væri því heldur til í annað búsetuform sem bendir til þess að leiguhúsnæði sé ill nauðsyn fremur en valkostur.
  • Hlutfall aðila sem búa við íþyngjandi leigukostnað er 17% hér á landi en það er til að mynda u.þ.b. tvisvar sinnum hærra í Danmörku, Noregi og í Bretlandi og um níu prósentustigum hærra að meðaltali hjá aðildarþjóðum ESB.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Opnunarhátíð Veltis
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Leikur í stöðunni?

Leikur í stöðunni?
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf
Eyjan
Í gær

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar
Eyjan
Í gær

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“
Eyjan
Í gær

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs
Eyjan
Í gær

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning