Eyjan

WOW flýgur aftur til Tel Aviv

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. október 2018 11:18

WOW air mun fljúga á ný til Tel Aviv í Ísrael og verður flogið þangað fjórum sinnum í viku; á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og laugardögum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir að flug muni hefjast þann 11. júní og standa út október 2019. Sala flugsæta hefst á morgun, miðvikudag klukkan 10.

„Við erum ánægð með að geta hafið flug til Ísrael að nýju. Við finnum fyrir miklum áhuga á flugleiðinni. Bæði hafa Ísraelar mikinn áhuga á að heimsækja Ísland auk þess sem tengingin við Norður-Ameríku undirstrikar okkar sérstöðu á markaðnum,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofandi WOW air í tilkynningunni.

„Tel Aviv er næststærsta borg Ísrael og státar af fögrum ströndum og merkum menningarverðmætum. Þar er mikil matarmenning og lifandi mannlíf. Þaðan er hægt að fara í dagsferðir á staði á borð við Dauðahafið, Jerúsalem og Bethlehem,“ segir að lokum í tilkynningu WOW.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Opnunarhátíð Veltis
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Leikur í stöðunni?

Leikur í stöðunni?
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf
Eyjan
Í gær

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar
Eyjan
Í gær

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“
Eyjan
Í gær

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs
Eyjan
Í gær

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning