fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Eyjan

„Við teljum svæðið mettað af hælisleitendum“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 16. október 2018 09:33

Reykjanesbær. Myndin er úr safni

„Íbúum hefur fjölgað svo mikið, allir skólar og leikskólar eru orðnir fullir. Þannig að við vildum ekki taka áhættuna og taka við allt of mörgum hælisleitendum,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, í Morgunblaðinu í dag.

Velferðarráð Reykjanesbæjar hefur hafnað beiðni Útlendingastofnunar um að veita fleiri hælisleitendum þjónustu. Kjartan segir að íbúum hafi fjölgað mikið á svæðinu sem sé nú þegar „mettað af hælisleitendum“.

Kjartan segir við Morgunblaðið að bærinn þjónusti um 70-80 hælisleitendur á hverjum tíma. Staðreyndin sé sú að íbúum hafi fjölgað mikið og bærinn ekki getað byggt upp þjónustu sína í takt við þá fjölgun.

„Svo eru ríkisstofnanir eins og sjúkrahús og heilsugæsla líka langt á eftir í fjárveitingum. Þetta fólk þarf mikla þjónustu og mikla aðstoð fyrstu mánuðina og við teljum svæðið mettað af hælisleitendum. Þess vegna beinum við óskum og tilmælum til annarra sveitarfélaga á Íslandi að taka sinn hluta af þessari samfélagslegu ábyrgð,“ segir Kjartan.

Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofununar, segir að í ljósi fjölgunar hælisumsókna þurfi stofnunin að stækka við sig. Stofnunin hafi þegar fengið húsnæði í Reykjanesbæ og raunar séð um rekstur úrræða fyrir þann umframfjölda umsækjenda sem samningar við sveitarfélög kveða á um.

Þó Reykjanesbær hafi ekki samþykkt tillöguna mun Útlendingastofnun nýta húsnæðið til þjónustu fyrir hælisleitendur.

„Við eigum í mjög góðu samstarfi við Reykjanesbæ og erum með samning við þau um þjónustu við umsækjendur um vernd. Að okkar mati er betra að sveitarfélögin sinni þessu hlutverki heldur en Útlendingastofnun, sérstaklega þjónustu við fjölskyldur. Það sem felst í þjónustunni er margt af því sem sveitarfélögin eru með á sinni könnu og þau eru með starfsfólk sem er með mikla reynslu og þekkingu á sviði félagsþjónustu,“ segir Þórhildur við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili