Eyjan

Samfylkingin dalar í borginni – Þriðjungur segir Braggamálið á ábyrgð Dags

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 16. október 2018 07:25

Samsett mynd DV

Samfylkingin mælist með 21,0 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkur er langstærstur í borginni með 29,6 prósenta fylgi. Þetta er samkvæmt niðurstöðum könnunar Zenter sem unnin var fyrir Fréttablaðið og greint er frá á forsíðu í dag. Vinstri græn og Píratar bæta við sig fylgi ef miðað er við niðurstöður sveitastjórnarkosninga í vor en Samfylkingin dalar. Hún hlaut tæp 26 prósent í kosningunum í vor.

Píratar fengju 12,7 prósenta fylgi nú en fengu tæp 8 prósent í vor, Viðreisn mælist með rúm 9 prósent en fékk tæp 8 í kosningunum. Vinstri græn sækja í sig veðrið og fengju nú 8 prósenta fylgi en flokkurinn fékk 4,6 prósent í kosningunum.

Zenter kannaði einnig hvar ábyrgðin á framúrkeyrslunni í Braggamálinu liggur. Af þeim sem tóku afstöðu taldi þriðjungur að ábyrgðin væri Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Fjórðungur sagði að ábyrgðin lægi hjá meirihlutanum og álíka margir, rúm 26 prósent, sögðu að embættismenn ættu að axla ábyrgð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Opnunarhátíð Veltis
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Leikur í stöðunni?

Leikur í stöðunni?
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf
Eyjan
Í gær

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar
Eyjan
Í gær

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“
Eyjan
Í gær

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs
Eyjan
Í gær

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning