fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Eyjan

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. október 2018 06:22

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Wikimedia Commons

Eigendur þriggja einbýlishúsa við Einimel hafa í heimildarleysi lagt undir sig land utan við lóðarmörk þeirra. Þetta eru eigendur húsanna númer 22, 24 og 26. Þetta kom fram í svari verkefnisstjóra Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Óskað var „eftir upplýsingum um mörk útivistarsvæðisins vestan megin við Vesturbæjarlaug, gagnvart lóðarhöfum fasteigna við Einimel“ og hvort gengið væri á útivistarsvæðið. Einnig var óskað svara við hvort það væri með vitund og vilja borgaryfirvalda ef svo væri.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur í að í svari verkefnastjórans komi fram að nokkuð ljóst sé að íbúar fyrrgreindra húsa hafi tekið sér land utan við lóðarmörk sín. Þetta sé í andstöðu við gildandi deiliskipulag og engar heimildir séu fyrir hendi fyrir þessari landtöku. Verkefnisstjórinn segir einnig í svari sínu að umræddir lóðarhafar hafi óskað eftir að fá að stækka lóðir sínar eða taka umrætt landsvæði í fóstur en þeim erindum hafi alltaf verið hafnað.

Einn húseigendanna við Einimel er Bessí Jóhannsdóttir fyrrum borgafulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í samtali við Fréttablaðið sagðist hún hafa flutt á Einimel 26 fyrir um 10 árum. Frásögn hennar af landtökunni er ekki í samræmi við svar verkefnisstjórans því Bessí sagði að húseigendurnir hafi tekið viðbæturnar við lóðir sínar í fóstur.

„Þetta er gömul saga frá því hér var bóndabýli. Við höfum annast um viðbót við lóðina okkar. Lóðin hjá mér lítur út fyrir að vera stærri en hún er í raun og veru. Við höfum mér vitanlega aldrei farið fram á að lóðirnar okkar verði stækkaðar. Og við höfum landið í fóstri og þurfum því ekkert að óska eftir að taka það í fóstur.“

Sagði Bessí sem gat þess jafnframt að það hafi verið þáverandi gatnamálastjóri sem byggði Einimel 26 á níunda áratugnum.

„Ég geri nú ráð fyrir að hann hafi vitað nokkuð hvað hann var að gera.“

Sagði hún. Aðspurð sagði hún að almenningur geti ekki gengið um landið sem hún hafi í fóstri.

„Þetta er bara smáskiki á enda lóðarinnar. En það er nóg rými fyrir aftan Vesturbæjarlaugina og það er engum meinaður aðgangur að því svæði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili