fbpx
Föstudagur 18.janúar 2019
Eyjan

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. október 2018 17:00

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Pírata vegna framgöngu þeirra í braggablúsnum.  Gagnrýni hans kom í kjölfar viðbragða Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanns Pírata, við fyrirspurnum Egils Helgasonar í Silfrinu í gær um braggablúsinn svokallaða.  Hann segir að ekki sé hægt að bera innri endurskoðun Reykjavíkurborgar við Ríkisendurskoðun, líkt og borgarmeirihlutinn hefur haldið fram:

„Píratar eru engum líkir. Þeirra helsti lögspekingur og mannréttindafrömuður var í Silfrinu í morgun að ræða Braggamálið. Þar upplýsti hún okkur fávísu um að innri endurskoðun borgarinnar væri nú bara eins og Ríkisendurskoðun og því þurfi nú ekkert að fá utanaðkomandi til að rannsaka málið. Hægt væri að kaupa þetta ef Ríkisendurskoðun væri á vegum framkvæmdavaldsins og starfaði við hlið forsætisráðherra í stjórnarráðinu við Lækjargötu.“

Þá gagnrýnir Brynjar Pírata fyrir mótsagnarkennd viðbrögð í braggamálinu annarsvegar og Bragamálinu hinsvegar, er varðar fyrrum forstjóra Barnaverndarstofu, en Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gekk hart fram gegn Braga og félagsmálaráðherra í því máli. Þá tiltekur hann einnig mál Ásmundar Friðrikssonar og endurgreiðslu Alþingis á aksturspeningum hans:

„Svo bað Píratinn okkur um að bíða eftir niðurstöðu innra eftirlitsins. Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata. Þá þurfti nú ekki að bíða niðurstöðu rannsókna áður en dómar voru kveðnir upp. Ekki frekar en þegar samþingmenn voru vændir um auðgunarbrot vegna aksturs. Nú geta verið ýmsar skýringar á framúrkeyrslu við framkvæmdir, jafnvel eðlilegar. Hvað sem því líður þá liggur nú þegar fyrir ótrúleg lausatök við stjórnun borgarinnar. Enginn getur svarað nokkru þótt liggi fyrir fundargerðir með athugasemdum. Það þarf ekki að bíða niðurstöðu innra eftirlits til að gagnrýna það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Helga Vala um fundinn: „Ég missi ekki svefn yfir því hvernig þeir kjósa að velja orð sín“

Helga Vala um fundinn: „Ég missi ekki svefn yfir því hvernig þeir kjósa að velja orð sín“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Hildi beitta þrýstingi og borgarstjóri sé ábyrgur: „Ég er bara alls ekkert í að verja braggann“

Segir Hildi beitta þrýstingi og borgarstjóri sé ábyrgur: „Ég er bara alls ekkert í að verja braggann“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Skautasvell á Austurvelli – rykmengunin í bænum

Skautasvell á Austurvelli – rykmengunin í bænum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ – Mikill verðmunur milli sveitarfélaga

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ – Mikill verðmunur milli sveitarfélaga