fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Þorsteinn um Brynjar: „Sjálfur er hann andandi, gangandi og ekki síst sítalandi dæmi um óskert tjáningarfrelsi gegn ríkjandi skoðunum“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. október 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur brugðist við orðum Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins frá því í dag, þar sem hann sagði að femínismi eyddi ekki bara allri kímnigáfu þjóðarinnar, heldur einnig tjáningarfrelsinu, með skírskotun í mál lektors í Háskólanum í Reykjavík sem rekinn var fyrir ummæli sín um konur.

Sjá nánar: Brynjar:„Femínismi er ekki bara að eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu“

Ríkjandi hugmyndafræði

Þorsteinn segir:

„Nú er ég alveg ósammála sessunaut mínum á þingi (svo sem ekki í fyrsta sinn). Sjálfur er hann andandi, gangandi og ekki síst sítalandi dæmi um óskert tjáningarfrelsi gegn ríkjandi skoðunum á hinum ýmsu sviðum. Femínismi eða jafnrétti er einfaldlega orðin ríkjandi hugmyndafræði. Hugmyndafræði sem fleiri og fleiri aðhyllast sem betur fer. Það er líka mjög skiljanlegt. Það hefur nógu lengi verið troðið á réttindum kvenna og löngu tímabært að við gerum eitthvað í því. Og við eigum enn langt í land í þeim efnum.“

Þorsteinn segir einnig að þrátt fyrir að skoðanir geti skapað „storma“ á samfélagsmiðlum, eigi þær rétt á sér. Þær geti þó haft afleiðingar:

„Við höfum fullt frelsi til að tjá okkur að vild. Það er stjórnarskrárvarinn réttur okkur og þann rétt verður að virða. Skoðanir okkar geta hins vegar alveg haft afleiðingar fyrir okkur. Tjáningarfrelsinu fylgir nefnilega að aðrir kunna að vera hjartanlega ósammála okkur, jafnvel telja okkur fábjána fyrir skoðanir okkar, og hafa fullt frelsi til að hafa þá skoðun og tjá sig að vild um hana. Skoðanir okkar geta skapað okkur óvild hjá þeim sem eru okkur hjartanlega ósammála. Jafnvel valdið stormum á samfélagsmiðlum. Stundum geta þær skapað okkur bótaskyldu og jafnvel starfsmissi. Við höfum samt sem áður fullan rétt til þeirra skoðana. En við verðum um leið að sætta okkur við að bera ábyrgð á þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna