fbpx
Eyjan

Kolbrún ósátt við að fá ekki frítt bílastæði í ráðhúsinu: „Borgarmeirihlutinn er á hraðri leið með að útrýma einkabílnum úr borginni“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. október 2018 12:30

Kolbrún Baldursdóttir

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, er ósátt við að tillaga hennar um frí bílastæði fyrir borgarfulltrúa og starfsmenn ráðhússins hafi ekki náð í gegn á sínum tíma. Tillagan var felld í morgun á fundi forsætisnefndar.

Kolbrún er ósátt við málalokin:

„Borgarmeirihlutinn er á hraðri leið með að útrýma einkabílnum úr borginni. Liður í mótmælum gegn því er tillaga Flokks fólksins sem lögð var fyrir fyrir margt löngu þess efnis að borgarfulltrúar og starfsmenn Ráðhússins fengju frí bílastæði. Minna má á að borgarstjóri er með einkabílstjóra og margir borgarfulltrúar búa miðsvæðis. En það á ekki við um alla.“

Í bókun Flokks fólksins þegar tillagan var felld, segir að Alþingismenn fái frí bílastæði og að kostnaðarsamt sé fyrir borgarfulltrúa að greiða allt að 1500 krónur á dag fyrir bílastæði. Þá er óráðsía borgarinnar einnig gagnrýnd, að hægt sé að „henda fé“ í alls kyns „hégómleg“ verkefni á borð við braggablúsinn og mathöll:

„En þegar kemur að gjaldfrjálsum bílastæðum fyrir borgarfulltrúa og starfsfólk borgarinnar er ekki til fjármagn.“

Þá segir einnig:

„Hvað varðar starfskostnað, (sem notaður er sem rök til að fella tillöguna) sem á að vera til að dekka bílastæðagjöld, þá er hann sá sami án tillits til búsetu. Borgarfulltrúa finnst það ekki réttlátt að starfskostnaður sé sá sami fyrir þann sem t.d. býr í efri byggðum borgarinnar og þann sem býr í miðbæ eða vesturbæ.  Það er mjög kostnaðarsamt fyrir þann sem kemur langt til starfa sinna að greiða allt að 1500 krónur og jafnvel meira fyrir vinnudag að ekki sé minnst á tímann sem tekur að komast til vinnu í þeirri umferðarteppu sem einkennir Reykjavík. Hvað varðar borgarfulltrúana má minna á að Alþingismenn hafa frí bílastæði þótt það skipti vissulega engu máli í þessu sambandi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar
Eyjan
Í gær

Fjölgun borgarfulltrúa kostar hundruð milljóna

Fjölgun borgarfulltrúa kostar hundruð milljóna