fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Eyjan

Brynjar: „Femínismi er ekki bara að eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. október 2018 12:48

„Doktor í lögfræði sér ekkert athugavert við að lektor sé rekinn fyrirvaralaust úr starfi fyrir að tala niður til kvenna á lokaðri fésbókarsíðu. Konur eiga ekki að þurfa að sitja í tíma eða taka próf hjá slíkum mönnum. Stundum held ég að því lengur sem menn eru í námi því meira eru þeir úti á þekju. Annar sérfræðingur að sunnan, vinkona mín, Helga Vala Helgadóttir, er sama sinnis.“

Þannig hefst pistill eftir Brynjar Níelsson þingmann Sjálfstæðisflokksins sem birtur er á Eyjunni. Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu í morgun vegna þeirrar ákvörðunar að reka Kristinn Sigurjónsson úr starfi kennara. Ari sagði meðal annars:

„Eðlilegt er þó að taka fram að orðræða sem hvetur til mismununar eða haturs á grundvelli kyns, kynhneigðar, fötlunar eða kynþáttar er ekki liðin innan háskólans, enda þurfa allir sem nema og starfa innan veggja háskólans að geta treyst því að komið sé fram við þá af virðingu og að verk þeirra séu ætíð metin af sanngirni.“

Brynjar telur að ákvörðun hafi verið röng og telur brottrekstur vera aðför að tjáningarfrelsinu. Þá kennir hann einnig femínistum um að Kristinn hafi misst vinnuna. Brynjar segir:

„Með sömu rökum getum við karlarnir ekki setið í tíma í kynjafræðum sem ganga beinlínis út á að við höfum alla tíð kúgað konur, andlega og líkamlega og gerum enn. Við sjálfstæðismenn eigum ekki að þurfa að vera í tíma hjá Stefáni Ólafssyni og kommarnir ekki hjá Hannesi Hólmsteini. Held að það sé rétt að reka þá báða strax og jafnvel velflesta kennara í félagsvísindadeild.

Þessi blessaði femínismi er ekki bara að eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu. Í hinni pólitísku rétthugsun virkar tjáningar-og skoðanafrelsi bara í eina átt. Ég mun kannski leggja til við endurskoðun stjórnarskrárinnar að tjáningarfrelsisákvæðið verði aflagt og Rannsóknarstofnun í kynjafræðum verði falið að úrskurða hvað megi segja og ákveði refsingar brjóti menn af sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Gefa út Hvítbók um fjármálakerfið

Gefa út Hvítbók um fjármálakerfið
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Ingi um ummæli Þórs Saari: „Að venju er farið í manninn, en ekki boltann“

Björn Ingi um ummæli Þórs Saari: „Að venju er farið í manninn, en ekki boltann“
Eyjan
Í gær

Þórður um bókadóm Brynjars: „Dálítið eins og að skrifa umfjöllun um örbylgjuofn en láta fyrirsögn og niðurlag fjalla um húðkrem“

Þórður um bókadóm Brynjars: „Dálítið eins og að skrifa umfjöllun um örbylgjuofn en láta fyrirsögn og niðurlag fjalla um húðkrem“
Eyjan
Í gær

Fundurinn með Gunnari Braga, Bjarna, Guðlaugi og Sigmundi verður opinn

Fundurinn með Gunnari Braga, Bjarna, Guðlaugi og Sigmundi verður opinn