fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Utanríkisráðherrar Íslands og Danmerkur funduðu í Kaupmannahöfn

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 11. október 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formennska Íslands í norrænni samvinnu og Norðurskautsráðinu, Brexit og tvíhliða samskipti voru efst á baugi á fundi Guðlaugs Þór Þórðarsonar utanríkisráðherra og Anders Samuelsen, utanríkisráðherra Danmerkur í Kaupmannahöfn í gær. Utanríkisráðherra kynnti sér jafnframt fyrirkomulag danskrar þróunarsamvinnu með þátttöku atvinnulífsins og sótti viðburði í tilefni fullveldisafmælis Íslands.

Guðlaugur Þór heimsótti Danmörku í gær, meðal annars til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af því að öld er liðin frá því Ísland varð frjálst og fullvalda ríki.

Fyrr um daginn hitti hann Anders Samuelsen, utanríkisráðherra Danmerkur. Ýmis tvíhliða mál voru rædd á fundinum, þar á meðal viðburðir í tilefni fullveldisafmælisins, og formennska Íslands í Norðurskautsráðinu og norrænu samvinnunni, sem hefst á næsta ári. Þá fóru ráðherrarnir yfir stöðuna í Evrópumálum, sérstaklega með tilliti til yfirvofandi útgöngu Breta úr ESB. Auk þess bar mannréttindamál á góma, sér í lagi þátttöku Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.

„Samband Danmerkur og Íslands hefur alla tíð verið afar náið og saga þjóðanna verið samofin um margra alda skeið. Við höfum svipað gildismat og sameiginlega hagsmuni sem sést best á því að á alþjóðavettvangi ganga Íslendingar og Danir yfirleitt í takt. Við Samuelsen hittumst reglulega og eigum jafnan afar góða fundi. Mér fannst sérstaklega viðeigandi og ánægjulegt að við skyldum hittast nú þegar fullveldisafmælis Íslands er fagnað hér í Kaupmannahöfn og margra alda sambúðar landanna minnst,“ sagði Guðlaugur Þór að fundi loknum.

Að fundi þeirra Samuelsen loknum kynnti Guðlaugur Þór sér fyrirkomulag þróunarsamvinnu í Danmörku og samstarf stjórnvalda og atvinnulífsins í þeim efnum en slíkt samstarf hefur lengi verið áherslusvið í þróunarsamvinnu Danmerkur. Utanríkisráðherra fundaði um þessi mál með Martin Hermann, skrifstofustjóra þróunarsamvinnu í danska utanríkisráðuneytinu, auk sérfræðinga á þessu sviði. 

Síðdegis sat utanríkisráðherra svo málþing um Sambandslagasamninginn sem fram fór í Kaupmannahafnarháskóla. Aðalfyrirlesari á málþinginu var hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn, sem var á meðal þeirra sem stóðu að málþinginu, streymdi beint frá þessum athyglisverða viðburði.

Um kvöldið sótti Guðlaugur Þór hátíðarsamkomu danska þingsins og ríkisstjórnarinnar í konunglegu óperunni í tilefni fullveldisafmælisins. Á meðal gesta voru Margrét Þórhildur Danadrottning, íslensku forsetahjónin, forsætisráðherrar landanna og aðrir ráðamenn.

„Þetta einlæga vinarþel sem Danir bera til okkar Íslendinga finnst mér standa upp úr eftir þessa eftirminnilegu heimsókn. Það sést meðal annars á því hvernig nánu sambandi þjóðanna var hampað í hvívetna, bæði á málþinginu og á hátíðarsamkomunni. Það er ekki sjálfgefið og sýnir okkur hve brýnt er að hlúa vel að þessu sambandi um ókomna tíð,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna