fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Strætó vill frá Sönnu í heimsókn: Undantekningartilvik að húsaleiga sé dregin frá launum

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 14:52

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strætó BS hafnar því alfarið að brjóta á réttindum starfsmanna sinna og vill Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó BS, fá Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, í heimsókn til að kynna sér starfsemi fyrirtækisins. Sanna gagnrýndi fyrirtækið, sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, harðlega og sagði það brjóta á réttindum starfsmanna sem kæmu hingað til lands á vegum starfsmannaleiga.

Sanna vísaði í launaseðil manns sem starfaði sem bifreiðastjóri hjá Strætó þar sem 70 þúsund krónur eru teknar af laununum í leigu á herbergi sem hann deildi með öðrum. DV hefur fjallað ítarlega um stöðu erlendra starfsmanna sem eru ráðnir í gengum starfsmannaleigur og er gert að greiða stóran hluta launa sinna í leigu á húsnæði sem þeir deila með öðrum.

Sjá einnig: Sanna segir Strætó stunda brotastarfsemi

Sjá einnig: Erlendir starfsmenn borga 75 þúsund krónur fyrir að deila 10 fm. herbergi

Launaseðill starfsmanns Strætó sem ráðinn var í gengum starfsmannaleigu. Mynd/StrætóBS

Strætó BS hafnar því með öllu að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna sinna. Í starfsauglýsingu og í samning á milli starfsmannanna og Elju sé tekið fram að húsaleiga, flugmiði og rútuferð frá flugvelli verði dregin frá launum starfsmanns.  Strætó segir að „slíkur frádráttur vegna húsaleigu er ekki sú leið sem fyrirtækið myndi almennt kjósa að fara.“

Segir í yfirlýsingunni að aukin tíðni aksturs hafi krafist 50 nýrra stöðugilda, einungis hafi tekist að manna 20 stöður með hefðbundnum leiðum og því hafi verið leitað til Elju starfsmannaleigu.

„Starfsmennirnir sem komu í gegnum Elju í sumar voru með laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og Strætó bs, eins og allir aðrir starfsmenn Strætó,“ segir í yfirlýsingunni.  Er það tekið fram sérstaklega að engin húsleiga sé tekin af starfsmönnum í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna