fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Sanna segir Strætó stunda brotastarfsemi: „Ég krefst þess að Strætó borgi starfsfólki sínu þau laun sem það hefur unnið sér inn“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 10:30

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir að Strætó BS hafi innheimt húsaleigu og flugmiða af fyrrverandi bifreiðastjóra fyrir hönd erlendrar starfsmannaleigu. Segir hún á Facebook að hún hafi undir höndum launaseðil mannsins sem sýni að Strætó hafi tekið 70 þúsund krónur af laununum hans fyrir leigu á herbergi sem hann deildi með öðrum. Upplýsingafulltrúi Strætó sagði í samtali við blaðamann Eyjunnar að verið væri að fara yfir málið þar innandyra og að yfirlýsingar væri að vænta frá Strætó í dag.

Sanna er harðorð í garð fyrirtækisins, sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu: „Það er refsivert þegar fólk nýtir sterka stöðu sína gagnvart þeim sem veikar standa til að fá hina veikstæðu til að afsala sér réttindum.“

DV hefur fjallað ítarlega um stöðu erlendra starfsmanna sem eru ráðnir í gengum starfsmannaleigur og er gert að greiða stóran hluta launa sinna í leigu á húsnæði sem þeir deila með öðrum.

„Það hefur hins vegar ekki komið fram áður að Strætó bs., fyrirtæki í eigu okkar allra innheimtir þessa svívirðilega háu húsaleigu af bílstjórunum sem eru á lágum launum. Strætó er því virkur gerandi í níðingsskap starfsmannaleiga gagnvart bílstjórum Strætó,“ segir Sanna. Hvetur hún alla til að fordæma Strætó:
„Ég fordæmi framkomu Strætó bs. gagnvart starfsfólki sínu og hvet alla eigendur Strætó að gera það sama, alla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Ég krefst þess að Strætó borgi starfsfólki sínu þau laun sem það hefur unnið sér inn og hætti allri innheimtu fyrir hönd starfsmannaleiga og leigusala. Alla síðustu öld barðist verkafólk fyrir réttindum sínum og frelsi frá kúgun fyrirtækjaeigenda. Þegar opinber fyrirtæki á borð við Strætó tekur þátt í því að brjóta þessi réttindi niður verðum við að standa upp og segja stopp. Engan níðingsskap gagnvart erlendu starfsfólki í láglaunastörfum, og allra síst í okkar nafni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki