fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Eyjan

Gera úttekt á heildsölu lyfja á Íslandi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 11. október 2018 12:50

Mynd:Wikimedia Commons

Velferðarráðuneytið hefur samið við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um úttekt á heildsölu lyfja hér á landi. Skoðað verður hvernig heildsala hefur þróast í kjölfar lagabreytinga árið 1996, hver sé þörf heildsölu- og dreifingarfyrirtækja fyrir álagningu og hvernig samkeppni á heildsölumarkaði með lyf hér á landi er háttað. Verkefnið tengist úttekt á smásölu lyfja sem ráðuneytið hafði áður ákveðið að ráðast í og Hagfræðistofnun Háskólans vinnur að samkvæmt samningi þar að lútandi.

Úttektin á heildsölu lyfja skiptist í grófum dráttum í eftirtalda þætti:

  • Skoðaðir verða reikningar heildsölufyrirtækja og þeir bornir saman við innflutningstölur. Tekinn verður saman kostnaður við heildsölu. Stærð fyrirtækja og markaðshlutdeild verður skoðuð og hugað að því hvort samhengi er með þessu og afkomu fyrirtækja á markaðinum.
  • Skoðað verður hvernig heildsölu á lyfjum er háttað í grannlöndum Íslands.
  • Skoðuð verða áhrif lagabreytingarinnar 1996, þar sem hámarksverð kom í stað heildsöluálagningar, og því velt upp, eftir því sem gögn leyfa, hvaða áhrif breytingin hafði á kostnað, verð og afkomu í heildsölu.

Áætlað er að verkinu ljúki fyrir næstu áramót með skýrslu Hagfræðistofnunar til ráðuneytisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af