fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Eyjan

Framsókn vill vita hverjir fóru verst út úr hruninu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 11. október 2018 14:26

Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins

Beiðni Þórunnar Egilsdóttur, þingmanns Framsókar í NA kjördæmi, um skýrslu frá félags- og jafréttismálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. Í skýrslubeiðninni er m.a. spurt á hvaða samfélagshópa greiðslubyrðin lagðist  þyngst í kjölfar hrunsins, en í greinargerð segir:

„Um þessar mundir eru tíu ár liðin frá falli íslensku bankanna. Ljóst er að afleiðingar efnahagshrunsins höfðu víðtæk áhrif á heimili landsmanna en ekki liggur fyrir greining á stöðu þeirra einstaklinga sem leituðu sér aðstoðar vegna skulda- og greiðsluvanda. Fjárhagsstaða margra versnaði mjög á árunum eftir hrun. Embætti umboðsmanns skuldara var stofnað 1. ágúst 2010. Meginmarkmið þess er að bæta stöðu einstaklinga sem eiga í skulda- og greiðsluerfiðleikum og auðvelda þeim að koma greiðslubyrði og skuldastöðu í ásættanlegt horf. Á þeim tíu árum sem nú eru liðin frá hruni hefur umboðsmaður skuldara veitt einstaklingum sem átt hafa í verulegum greiðsluerfiðleikum endurgjaldslausa aðstoð. Jafnframt buðu fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður upp á ýmis úrræði. Þrátt fyrir bætt efnahagsástand á Íslandi er full ástæða til þess að kanna hver staða þessa fólks er nú þegar tíu ár eru liðin frá hruninu.“

Umfjöllunarefni skýrslunnar er eftirfarandi:

a.       Á hvaða samfélagshópa greiðslubyrðin í kjölfar hrunsins lagðist þyngst.
b.      Hve margir þeir voru sem nýttu sér tiltæk úrræði fyrir einstaklinga í skulda- og greiðsluvanda.
c.      Núverandi eigna-, tekju- og atvinnustaða þess hóps sem nýtti sér úrræðin.
d.      Staða þeirra sem leituðu til umboðsmanns skuldara samanborið við þá sem nýttu sér ekki þá leið.
e.      Núverandi húsnæðisstaða þeirra sem misstu fasteignir sínar í kjölfar hrunsins.
f.      Fjöldi þeirra sem leituðu sér einhvers konar úrræða vegna greiðsluvanda og eru enn á vanskilaskrá.
g.      Áhrif verðtryggingar lána heimilanna á heimilin og hagkerfið.
h.      Yfirlit yfir aðfarargerðir, árangurslaust fjárnám og gjaldþrot einstaklinga.

Meðflutningsmenn voru Ari Trausti Guðmundsson, Ásmundur Friðriksson, Björn Leví Gunnarsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Teitur Björn Einarsson og Willum Þór Þórsson.

Beiðnin var samþykkt með 41 samhljóða atkvæðum en 21 þingmenn voru fjarstaddir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Gefa út Hvítbók um fjármálakerfið

Gefa út Hvítbók um fjármálakerfið
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Ingi um ummæli Þórs Saari: „Að venju er farið í manninn, en ekki boltann“

Björn Ingi um ummæli Þórs Saari: „Að venju er farið í manninn, en ekki boltann“
Eyjan
Í gær

Þórður um bókadóm Brynjars: „Dálítið eins og að skrifa umfjöllun um örbylgjuofn en láta fyrirsögn og niðurlag fjalla um húðkrem“

Þórður um bókadóm Brynjars: „Dálítið eins og að skrifa umfjöllun um örbylgjuofn en láta fyrirsögn og niðurlag fjalla um húðkrem“
Eyjan
Í gær

Fundurinn með Gunnari Braga, Bjarna, Guðlaugi og Sigmundi verður opinn

Fundurinn með Gunnari Braga, Bjarna, Guðlaugi og Sigmundi verður opinn