fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Viðsnúningur á rekstri Samfylkingarinnar: „Ekkert því til fyrirstöðu að sækja óhikað fram“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. október 2018 11:15

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin hefur skilað samstæðueikningi fyrir árið 2017 til Ríkisendurskoðunar. Hagnaður af rekstri flokksins nam 26,7 milljónum króna í árslok 2017 og var eigið fé jákvætt um 76,6 milljónir króna. Þetta er algjör viðsnúningur á stöðu flokksins frá árinu 2016 en þá nam tap af rekstri flokksins rúmlega 33,9 milljónir króna. Sveiflan á stöðu flokksins milli ára nemur því um 60 milljónum króna.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir árangurinn mjög ánægjulegan, ekki síst í ljósi þess að árið 2017 fóru fram Alþingiskosningar og var kostnaður flokksins alls af þeim 20,4 milljónir.

Viðsnúningurinn á rekstrinum sé miklu aðhaldi að þakka en aðallega flokksmönnum sjálfum en alls námu styrkir frá einstaklingum 33,3 milljónum króna, af þeim hafi 15,7 milljónir komið frá kjörnum fulltrúum og nefndarfólki. Þá hafi 17,5 milljónir safnast í sóknarátökum. Framlög ríkisins til flokksins námu á árinu 2017 um það bil 23,1 milljónum króna og styrkir lögaðila voru 6,7 milljónir króna.

„Þessi viðsnúningur á fjárhagsstöðu flokksins, úr algjörri nauðvörn í sókn, er aðeins hægt að þakka fólkinu sem gafst ekki upp, án þess hefði starfið koðnað niður og flokkurinn með. Það gerðist hins vegar ekki vegna þess fólks sem áfram trúði því að Samfylkingin væri góður farvegur til að vinna að betri heim fyrir alla. Þessu fólki vil ég þakka, það hefur gert okkur kleift að standa við skuldbindingar flokksins. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að sækja óhikað fram,”

segir Logi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki