fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Róbert segir „sjálfumglatt“ rannsóknarteymi RÚV stunda „blekkingar í nafni rannsóknarblaðamennsku“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. október 2018 16:10

Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi fréttastjóri Hringbrautar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róberti Trausta Árnasyni, fréttastjóra á Hringbraut, finnst ekki mikið til koma um fréttaskýringarþáttinn Kveik á RÚV. Hann fer hörðum orðum um þátt gærkvöldsins í pistli sínum í dag:

„Rannsóknarblaðamennska er stórt orð. En – ekki allir vita hvað það merkir. Verst er þegar þeir sem sett hafa sjálfir á sig stimpil rannsóknarblaðamennskunnar þekkja alls ekki sjálfir hvað rannsóknarblaðamennska er. Þetta kom skýrt í ljós þegar Kveikur var sendur út í gær, 9. október. Þar kom í ljós að RÚV hafði sent Sigríði Halldórsdóttur (væntanlega „rannsóknarblaðamann“ Kveiks?) til Nevada í Bandaríkjunum og myndatökumann með henni. Þau fóru til að tala við Steve Edmundson, framkvæmdastjóra eignastýringar hjá lífeyrissjóði opinberra starfsmanna í Nevada. Þetta var í meira lagi undarleg umfjöllun þar sem RÚV kolféll á prófinu.Engin – alls engin! – tilraun var gerð til rannsóknar af neinu tagi, en skellt fram fullyrðingum sem áhorfendum var greinilega ætlað að taka þannig að íslenskir lífeyrissjóðir væru illa reknir en þessi ameríski sjóður vel rekinn,“

segir Róbert.

Sjálfumglatt rannsóknarteymi RÚV

Róbert gagnrýnir að ekki hafi verið gluggað í ársreikninga bandaríska sjóðsins:

„Ástæðan? Jú, Steve Edmundson útvistar allri eignastýringu síns sjóðs en hjá íslensku sjóðunum starfa tugir, jafnvel hundruð manna við eignastýringu. Ekki virðist hafa hvarflað að hinum knáa „rannsóknarblaðamanni“ Sigríði Halldórsdóttur að spyrja þeirrar einföldu spurningar: Hvað kostar útvistunin? Þaðan af síður virðist hafa hvarflað að þessu sjálfumglaða rannsóknarteymi RÚV að glugga í ársreikninga þessa lífeyrissjóð opinberra starfsmanna í Nevada.

Til að létta RÚV fólkinu álagið af að fletta upp staðreyndum um þennan ameríska lífeyrissjóð opinberra starfsmanna í Nevada má benda á að ársreikningar sjóðsins eru aðgengilegir á netinu. Sá nýjasti er fyrir fjárhagssárið sem lauk 30. júní 2017. Þar kemur fram að kostnaður við að útvista eignastýringunni á því fjárhagsári var liðlega 5,2 milljarðar króna (miðað við gengi í dag). Svo bætist við ráðgjöf um eignastýringu upp á tæpar 150 milljónir. Kveikur gaf í skyn að þetta kostaði bara ekkert hjá blessuðum kallinum Edmundson sem býr í hjólhýsahverfi, keyrir eldgamlan minivan og hefur með sér nesti í vinnuna! Hér er svo ársreikningur NVPERS sjóðsins (tölurnar eru á bls. 57) Rtá“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“