fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Eyjan

Hví ekki melgrasskúfinn harða?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. október 2018 13:29

Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;

mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.

Svo orti Jón Helgason í Áföngum.

Nú er ég alls ekki á móti erlendum plöntum. Þær geta auðgað og fegrað landið okkar. En samt – hverjum í ósköpunum datt í hug að panta höfundarréttarvarin, norður-amerísk grasstrá, fyrir 757 þúsund til að planta við braggann alræmda í Nauthólsvíkinni?

Það er til dæmis nóg af melgresi úti í Gróttu. Hefði það ekki sómt sér vel?

Eins og kemur fram í þessu viðtali við hinn mæta garðyrkjumann Hafstein Hafliðason er melgresið náskylt „dúnmelnum“ sem var notaður.

Það kemur reyndar líka fram í viðtalinu að þessi planta er á svörtum lista hér og bannlista víða í Evrópu – vegna þess að hún telst ágeng!

Myndin hér að ofan er tekin í Gróttu fyrr í haust.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Ingi um ummæli Þórs Saari: „Að venju er farið í manninn, en ekki boltann“

Björn Ingi um ummæli Þórs Saari: „Að venju er farið í manninn, en ekki boltann“
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Brynjar svarar Þórði: „Þessi langhundur skrifaður í mikilli geðshræringu slær öll met“

Brynjar svarar Þórði: „Þessi langhundur skrifaður í mikilli geðshræringu slær öll met“
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Bjarni Harðarson: „Hér gefst einstakt tækifæri til að hlusta á þingmenn segja ósatt“ – Segir Steingrím hafa átt að fá sendiherrastöðuna

Bjarni Harðarson: „Hér gefst einstakt tækifæri til að hlusta á þingmenn segja ósatt“ – Segir Steingrím hafa átt að fá sendiherrastöðuna