fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Heiðar hagfræðingur: „Treystum ekki á inngrip ríkisins. Förum að gildandi lögum og látum aga þeirra duga“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. október 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar Guðjónsson hagfræðingur, fjallar um hrunið í nýjasta hefti Þjóðmála. Hann segir að fæstir hafi dregið réttan lærdóm af efnahagshruninu, þar sem hávær umræða hafi verið um inngrip ríkisins í rekstur flugfélaga og að starfshópar hafi verið skipaðir  til að hitta ráðherra til að fara yfir málin. Hann nefnir að látið sé að því liggja að skylda hvíli á hinu opinbera að grípa inn í:

„Mikilvægasti lærdómur hrunsins var sá að ríkið á ekki að taka yfir skuldbindingar einkafyrirtækja.“

Og einnig:

„Bankakerfið eftir hrun var nánast alfarið í eigu erlendra aðila. Hvað vit var í því að íslenskur almenningur gengist í ábyrgð fyrir slíkt kerfi? Enginn virtist spyrja sig þessarar einföldu en sjálfsögðu spurningar. Svarið liggur í augum uppi ætli Íslendingar á annað borð að draga lærdóm af biturri reynslu sinni frá hruninu 2008. Í þróuðu lýðræðisríki á ekki að treysta á embættis- og stjórnmálamenn þegar taka þarf erfiðar ákvarðanir undir gríðarlegri tímapressu. Við höfum tvö dæmi um afleitar ákvarðanir af þessu toga,“

segir Heiðar og nefnir Icesave og uppgjörið við kröfuhafa sem dæmi.

Framfarir þrátt fyrir áföll

Heiðar segir að læra eigi af sögunni:

„Það er ótrúlegt, en tæpum þrjátíu árum eftir fall Berlínarmúrsins og algert hrun sósíalismans eru enn aðilar sem trúa því að mikil ríkisumsvif séu góð. Þeir hinir sömu vilja afgreiða fjármálakreppuna sem gekk yfir heimsbyggðina árið 2008 sem hrun kapítalismans. Veruleikinn er hins vegar sá að á síðustu 10 árum hefur yfir einn milljarður manna á heimsvísu færst úr lágstétt yfir í millistétt og á næsta áratug er því spáð að það verði tveir milljarðar sem færist upp á við – flestir þeirra í löndum sem áður studdust við sósíalisma. Heimurinn er því að taka stórstígum fram- förum, þrátt fyrir tímabundin áföll. Ísland er mjög vel statt efnahagslega. Við núverandi aðstæður þegar rætt er um að ferðaþjónustan standi höllum fæti, 10 árum eftir efnahagshrunið, ber að líta til þessa. Innviðir ferðaþjónustunnar eru samgöngur. Þar ber Flugstöð Leifs Eiríkssonar hæst. Hún er ekki að fara neitt. Þar hefur verið biðlisti eftir lendingarleyfum í nokkur ár. Flug yfir Atlantshafið hefur aukist um 10% á hverju ári þótt hvergi sé verið að leggja nýja flugvelli, sem þýðir einfaldlega að eftirspurn eftir því að fljúga um Ísland eykst. Lærum af sögunni. Lærum af hruninu á 10 ára afmæli þess. Treystum ekki á inngrip ríkisins. Förum að gildandi lögum og látum aga þeirra duga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki