fbpx
Eyjan

Gyrðir fluttur í Garðinn

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. október 2018 14:52

Gyrðir Elíasson, einn helsti rithöfundur þjóðarinnar, er maður smábæjanna. Þorpanna jafnvel. Hann er alinn upp á Sauðárkróki, dvaldi löngum hjá afa sínum og ömmu á Borgarfirði eystra. Svo bjó hann einhver ár á Akranesi.

Mikið af sögum Gyrðis gerast í smábæjum úti á landi – hann verður seint kallaður borgarskáld.

Þrátt fyrir það hefur Gyrðir lengi búið i Reykjavík, nánar tiltekið í Grafarvoginum. En nú hefur hann söðlað um og flust búferlum – hann er fluttur í Garðinn. Er semsagt orðinn suðurnesjamaður.

Gyrðir er einmitt að senda frá sér nýja bók sem nefnist Sorgarmarsinn. Þetta er síðasta bókinn í röð verka sem mynda þríleik, hinar eru Sandárbókin og Suðurglugginn. Bókin gerist einmitt í þorpi úti á landi –Gyrðir segjr sjálfur að hann miði við að staðsetningin sé á Austfjörðum.

Við hittum Gyrði í Garðinum í Kiljunni sem er á dagskrá RÚV í kvöld.  Myndin er úr þættinum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 
Eyjan
Í gær

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar