fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Fiskeldisfrumvarpið samþykkt á Alþingi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. október 2018 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskeldisfrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, sem veitir ráðherra heimild til að gefa út rekstrarleyfi til fiskeldis til bráðabirgða, var samþykkt undir miðnætti í gær.

Var frumvarpið samþykkt með 45 atkvæðum, en sex sátu hjá. Öðlast það strax gildi. RÚV greinir frá.

„Þessi mál voru komin í blindgötu. Með því verklagi sem Alþingi hefur viðhaft í dag þá er búið að opna þetta og þetta er ekki lengur botnlangi heldur opin gata og gefur okkur færi að byggja áfram upp á Ísland á grundvelli gegnsærrar og góðrar stjórnsýslu,“

sagði Kristján við lokaatkvæðagreiðsluna, sem var þakklátur þinginu fyrir skjóta afgreiðslu.

Sátu hjá

„Undir þessum kringumstæðum sit ég hjá en það felur ekki í sér að ég sé á móti málinu. Ég einfaldlega þarf meiri tíma til að vinna svona mál,“

sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírati.

Guðmundur Andri Thorsson, Samfylkingu, átti erfitt með að sætta sig við inngripið sem fælist í frumvarpinu og sat einnig hjá:

„Okkur ber skylda til þess gagnvart íslenskri náttúru, gagnvart sjálfum okkur og framtíðinni að við vöndum okkur eins og kostur er, ekki síst þegar um er að ræða framkvæmdir sem hafa djúptæk áhrif á landið okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“