fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Námsmenn og fatlað fólk sem deilir íbúð öðlist rétt á húsnæðisbótum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 9. október 2018 18:55

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga sem lagt var fram í dag sem felur í sér að breyta lögum um húsnæðisbætur með það að markmiði að allir námsmenn og fatlað fólk sem deila húsnæði öðlist rétt á húsnæðisbótum.

Í greinargerð segir að húsnæðisvandinn hafi leitt í för með sér samnýtingu á leiguhúsnæði:

„Húsnæðisvandi fólks á leigumarkaði hefur verið mjög mikill undanfarin ár. Sveitarfélögin hafa brugðist við með mismiklum krafti en ljóst er að fjölmargir einstaklingar eiga í verulegum erfiðleikum með að finna sér leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Fjölmargir grípa því til þess ráðs að leigja íbúð á hinum almenna leigumarkaði en þar sem fjárhagur sem og lítið framboð á litlum íbúðum kemur í veg fyrir að einstaklingar geti leigt íbúðir einir og sér bregða margir á það ráð að deila íbúð með öðrum þar sem hver og einn hefur sitt herbergi en bað og eldhús er sameiginlegt.“

Njóta ekki húsnæðisbóta

Meginreglan varðandi þá sem búa í herbergjum með sameiginlegum aðgangi að eldhúsi og baðherbergi er sú að þeir njóta ekki húsnæðisbóta, enda telst slíkt fyrirkomulag ekki til „íbúðarhúsnæðis“. Árið 2001 var réttur til húsnæðisbóta rýmkaður hvað varðar námsmenn á framhalds- og háskólastigi þannig að þeir sem leigðu á heimavist eða á námsgörðum skyldu njóta réttar til húsnæðisbóta þó svo að þeir deildu aðgangi að eldhúsi og baði. Rétt var talið að telja slíka aðstöðu námsmanna til íbúðarhúsnæðis, enda kölluðu félagslegar aðstæður námsmanna á slíkt fyrirkomulag. Þá var jafnframt gerð undanþága fyrir þá fötluðu einstaklinga sem búa í húsnæðisúrræðum skv. 10. gr. laga um málefni fatlaðs fólks.

Í ljósi þess að ekki er nægilegt framboð af rýmum í heimavist eða námsgörðum sem og húsnæðisúrræðum skv. 10. gr. laga um málefni fatlaðs fólks geta fjölmargir einstaklingar ekki nýtt sér slíkt úrræði en verða vegna fjárhagsstöðu eða af öðrum ástæðum að leigja í félagi við aðra. Með frumvarpinu er lagt til að sú takmörkun sem finna má í 11. gr. laga um húsnæðisbætur til handa fötluðu fólki og námsmönnum er varðar tegund sambýla verði felld brott.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar mun á morgun mæla fyrir aðgerðaáætlun í húsnæðismálum á Alþingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus