fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Eyjan

Landvernd mótmælir íhlutun ráðherra: „Alvarlegt fyrir íslenska stjórnsýslu í umhverfisverndarmálum“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 9. október 2018 15:54

Rósbjörg Jónsdóttir, formaður Landverndar

Stjórn Landverndar mótmælir fyrirhuguðum áætlunum stjórnvalda um lagabreytingar, í kjölfar ákvörðunar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um rekstrarleyfi tveggja fyrirtækja í fiskeldisiðnaði á Vestfjörðum.

Er skorað á ráðherra að fara að lögum:

„Stjórn Landverndar telur það mjög alvarlegt fyrir íslenska stjórnsýslu í umhverfisverndarmálum sem fyrir er mjög veik, að ráðherra skuli hlutast til um úrskurði úrskurðanefndar í umhverfis- og auðlindamálum. Það er ákvörðun og áhætta fyrirtækja að hefja starfssemi þrátt fyrir augljósa ágalla á henni sem varða við landslög, eins og það að kostagreiningin fór ekki fram. Réttur umhverfisverndarsamtaka til þess að láta reyna á framkvæmda- og starfsleyfi fyrir starfssemi sem hefur skaðlegar afleiðingar fyrir umhverfið fyrir óháðum aðila er lítils virði þegar ráðherrar setja lög á úrskurði þessa óháða aðila. Stjórn Landverndar skorar á Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Umhverfis- og auðlindaráðherra að virða niðurstöðu úrskurðanefndarinnar og láta af áætlunum um lagasetningar sem snúa úrskurði hennar. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af