fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Eyjan

Funda um „Braggasukkið í Nauthólsvík“ – „Ég get lofað því að við erum að komast til botns í þessu máli“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 9. október 2018 20:30

Bragginn í Nauthólsvík og mynd innan um gluggann á náðhúsinu. Samsett mynd.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna munu leggja fram tillögu þess efnis á næstkomandi borgarráðsfundi að heildarúttekt á endurgerð braggans við Nauthólsveg 100 verði gerð. Í tillögunni kemur meðal annars fram að borgarfulltrúar meirihlutans krefjist heildar rannsóknar á öllum hliðum svokallaða braggamáls.

„Borgarráð samþykkir að fela Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að ráðast í heildarúttekt á
öllu því ferli sem endurgerð braggans fól í sér. Enginn angi málsins skal vera undanskilinn og
allt skal upplýst í þessu máli frá upphafi til enda. Einnig er óskað eftir því að Innri
endurskoðun Reykjavíkur geri tillögur að umbótum í tengslum við það sem aflaga hefur farið
og í bága við vandaða stjórnsýsluhætti“ segir í samþykkt borgarráðs.

Í samtali við Eyjuna sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, að hún muni persónulega berjast gegn spillingu, fúski og óvönduðum vinnubrögðum.

Dóra Björt Guðjónsdóttir. Mynd/DV

„Ég get, fyrir hönd Pírata, lofað því að við erum að komast til botns í þessu máli. Þessi tillaga er skref í átt að því að upplýsa málið, sýnir að okkur er alvara og að það verður enginn feluleikur í kringum hvað fór úrskeiðis. Við erum aðhaldsafl gegn spillingu, fúski og óvönduðum vinnubrögðum í meirihluta alveg eins og í minnihluta. Við ætlum að sýna borgarbúum það í verki í þessu máli.“ Dóra segir einnig að þessi tillaga gangi enn lengra en tillaga Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins um rannsókn á málinu.

Píratar í Reykjavík munu halda fund um málið laugardaginn næstkomandi í félagsheimili Pírata og er yfirskrift fundarins Braggasukkið í Nauthólsvík. Mun fundurinn byrja klukkan 13:00 og munu borgarfulltrúar Pírata upplýsa fólk um stöðu málsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Ingi um ummæli Þórs Saari: „Að venju er farið í manninn, en ekki boltann“

Björn Ingi um ummæli Þórs Saari: „Að venju er farið í manninn, en ekki boltann“
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Brynjar svarar Þórði: „Þessi langhundur skrifaður í mikilli geðshræringu slær öll met“

Brynjar svarar Þórði: „Þessi langhundur skrifaður í mikilli geðshræringu slær öll met“
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Bjarni Harðarson: „Hér gefst einstakt tækifæri til að hlusta á þingmenn segja ósatt“ – Segir Steingrím hafa átt að fá sendiherrastöðuna

Bjarni Harðarson: „Hér gefst einstakt tækifæri til að hlusta á þingmenn segja ósatt“ – Segir Steingrím hafa átt að fá sendiherrastöðuna