fbpx
Eyjan

Dómsmálaráðherra vill endurskoða einangrunarvist

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 9. október 2018 10:15

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að hún hyggist kalla eftir upplýsingum um hvernig málum er varða einangrunarvist er háttað hér á landi. Segir hún mikilvægt að draga lærdóm af Guðmundar- og Geirfinnsmálinu:

„Eng­um dylst að sak­born­ing­ar sættu harðræði í marg­vís­legri mynd. Þó vissu­lega megi áfram fjalla um þetta mál frá mörg­um sjón­ar­horn­um rétt­ar­sög­unn­ar, og það verður trú­lega gert um ókomna tíð, þá skipt­ir að mínu mati miklu að horfa einnig til framtíðar enda má margt læra af þessu máli,“

segir Sigríður og tekur fram að brýnt sé að saklausir menn, sem ekki hafi hlotið dóm, séu ekki látnir sæta einangrunarvist í langan tíma.

„Ég hef í þessu skyni þegar kallað eft­ir upp­lýs­ing­um um það hvernig þess­um mál­um er háttað í okk­ar rétt­ar­vörslu­kerfi í dag. Hversu al­gengt það er að lög­regl­an fari fram á dóms­úrsk­urð um ein­angr­un­ar­vist, á hvaða for­send­um það sé þá gert og hversu al­gengt það sé að því sé hafnað af dóm­stól­um. Einnig hef ég óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um það hversu oft ríkið hef­ur samið um skaðabæt­ur vegna ein­angr­un­ar­vist­un­ar við rann­sókn máls. Þetta er viðamik­il upp­lýs­inga­öfl­un en nauðsyn­leg til að hægt sé að leggja mat á það hvort nauðsyn­legt sé að skýra enn frek­ar lög eða regl­ur að þessu leyti.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 
Eyjan
Í gær

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar