fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Eyjan

Viðurkennir að njósnastarfssemi fari fram hér á landi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. október 2018 10:34

Gylfi Hammer Gylfason, settur aðstoðaryfirlögregluþjónn við greiningardeild Ríkislögreglustjóra, segir að erlend ríki stundi njósnir á Íslandi:

„Það er mat GRD [greiningardeildar Ríkislögreglustjóra] að erlend ríki stundi njósnir á Íslandi með svipuðum hætti og í öðrum ríkjum. Njósnastarfsemin hér á landi telst viðvarandi.“

Þetta segir í svari Gylfa við fyrirspurn Morgunblaðsins. Morgunblaðið greinir frá.

Greiningardeildin hefur ekki gefið út sérstakt áhættumat vegna njósnastarfssemi hér á landi, líkt og hún hefur gert varðandi hryðjuverka- og glæpastarfssemi og álags á landamæri.

Gylfi segist ekki gefa upp hvort lögreglan hafi tök á því að sinna málaflokknum, heldur sé það ljóst að lögreglan þurfi „hverju sinni að forgangsraða verkefnum.“

Þá segist Gylfi ekki gefa upp starfsaðferðir lögreglu á þessu sviði.

Greiningardeildin hefur sömu lagaheimildir og lögreglan varðandi slík mál, en tillögur sem lagðar hafa verið fram á Alþingi varðandi forvirkar rannsóknarheimildir hafa ekki komið til umræðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Gefa út Hvítbók um fjármálakerfið

Gefa út Hvítbók um fjármálakerfið
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Ingi um ummæli Þórs Saari: „Að venju er farið í manninn, en ekki boltann“

Björn Ingi um ummæli Þórs Saari: „Að venju er farið í manninn, en ekki boltann“
Eyjan
Í gær

Þórður um bókadóm Brynjars: „Dálítið eins og að skrifa umfjöllun um örbylgjuofn en láta fyrirsögn og niðurlag fjalla um húðkrem“

Þórður um bókadóm Brynjars: „Dálítið eins og að skrifa umfjöllun um örbylgjuofn en láta fyrirsögn og niðurlag fjalla um húðkrem“
Eyjan
Í gær

Fundurinn með Gunnari Braga, Bjarna, Guðlaugi og Sigmundi verður opinn

Fundurinn með Gunnari Braga, Bjarna, Guðlaugi og Sigmundi verður opinn