fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Viðurkennir að njósnastarfssemi fari fram hér á landi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. október 2018 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Hammer Gylfason, settur aðstoðaryfirlögregluþjónn við greiningardeild Ríkislögreglustjóra, segir að erlend ríki stundi njósnir á Íslandi:

„Það er mat GRD [greiningardeildar Ríkislögreglustjóra] að erlend ríki stundi njósnir á Íslandi með svipuðum hætti og í öðrum ríkjum. Njósnastarfsemin hér á landi telst viðvarandi.“

Þetta segir í svari Gylfa við fyrirspurn Morgunblaðsins. Morgunblaðið greinir frá.

Greiningardeildin hefur ekki gefið út sérstakt áhættumat vegna njósnastarfssemi hér á landi, líkt og hún hefur gert varðandi hryðjuverka- og glæpastarfssemi og álags á landamæri.

Gylfi segist ekki gefa upp hvort lögreglan hafi tök á því að sinna málaflokknum, heldur sé það ljóst að lögreglan þurfi „hverju sinni að forgangsraða verkefnum.“

Þá segist Gylfi ekki gefa upp starfsaðferðir lögreglu á þessu sviði.

Greiningardeildin hefur sömu lagaheimildir og lögreglan varðandi slík mál, en tillögur sem lagðar hafa verið fram á Alþingi varðandi forvirkar rannsóknarheimildir hafa ekki komið til umræðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna