fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Viðurkennir að njósnastarfssemi fari fram hér á landi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. október 2018 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Hammer Gylfason, settur aðstoðaryfirlögregluþjónn við greiningardeild Ríkislögreglustjóra, segir að erlend ríki stundi njósnir á Íslandi:

„Það er mat GRD [greiningardeildar Ríkislögreglustjóra] að erlend ríki stundi njósnir á Íslandi með svipuðum hætti og í öðrum ríkjum. Njósnastarfsemin hér á landi telst viðvarandi.“

Þetta segir í svari Gylfa við fyrirspurn Morgunblaðsins. Morgunblaðið greinir frá.

Greiningardeildin hefur ekki gefið út sérstakt áhættumat vegna njósnastarfssemi hér á landi, líkt og hún hefur gert varðandi hryðjuverka- og glæpastarfssemi og álags á landamæri.

Gylfi segist ekki gefa upp hvort lögreglan hafi tök á því að sinna málaflokknum, heldur sé það ljóst að lögreglan þurfi „hverju sinni að forgangsraða verkefnum.“

Þá segist Gylfi ekki gefa upp starfsaðferðir lögreglu á þessu sviði.

Greiningardeildin hefur sömu lagaheimildir og lögreglan varðandi slík mál, en tillögur sem lagðar hafa verið fram á Alþingi varðandi forvirkar rannsóknarheimildir hafa ekki komið til umræðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki