fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Eyjan

„Það sjónarmið ríkti hjá bresku ríkisstjórninni að það þyrfti að refsa Íslandi fyrir gjálífi þess“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. október 2018 11:14

Mark Sismey-Durrant
Mynd/BBC

Fyrrverandi framkvæmdarstjóri Icesave í Bretlandi, Mark Sismey-Durrant, er í viðtali við breska blaðið The Sunday Times. Þar segir hann að bresk stjórnvöld hafi ákveðið með úthugsuðum hætti að bjarga ekki Icesave. Morgunblaðið greinir frá.

Þá segist hann sjá eftir því að hafa fullvissað innistæðueigendur um að peningarnir þeirra væru í öruggum höndum hjá Kaupþingi og Landsbankanum, ásamt Tryggva Þór Herbertssyni, þáverandi efnahagsráðgjafa íslensku ríkisstjórnarinnar, í viðtali við BBC þann 4. október 2008. Hann segist ekki hafa vitað hvað væri að gerast:

„Það er ýmislegt sem ég sé mjög eftir. Ég svaraði sumum spurningum samkvæmt bestu vitund en ég held ekki að ég hafi vitað algerlega hvað var að gerast. Við vorum ekki hafðir með í ráðum. Ríkisstjórnin lét í rauninni ekki Icesave róa, hún lét Ísland róa. Það er alveg ljóst að það var fyrir hendi óánægja með það hvernig íslensku bankamennirnir höfðu hagað starfseminni. Það sjónarmið ríkti hjá bresku ríkisstjórninni að það þyrfti að refsa Íslandi fyrir gjálífi þess.“

Í frétt The Sunday Times kemur einnig fram að margir á Íslandi deili þessari skoðun Sismey-Durants og að annað Icesave mál sé óhugsandi í dag, sökum reglubreytinga Evrópusambandsins. Þá hafi eftirlitsaðilar hér á landi skort reynslu til að takast á við umfang bankanna fyrir hrun.

Þá er greint frá því að um þetta sé einnig fjallað í skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af