fbpx
Eyjan

Ráðherra framlengir forstjórastöðu Ásdísar án auglýsingar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. október 2018 14:09

Ásdís Hlökk

Guðmundur I. Guðbrandsson, umhverfisráðherra, hefur framlengt skipun Ásdísar Hlakkar Theódórsdóttur í embætti forstjóra Skipulagsstofnunar ríkisins. Ekki var auglýst um starfið. Vestfirski fréttavefurinn bb.is greinir frá.

Ásdís var ráðin til fimm ára árið 2013, en ráðningartími hennar rann út í lok júlí.

Ekki hefur verið greint frá skipuninni á vef ráðuneytisins, en upplýsingafulltrúi þess staðfesti ráðninguna við bb.is.

 

Samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn eru embættismenn skipaðir til fimm ára í senn, nema annað sé tilgreint. Ef ákveðið er að auglýsa embættið, verður að tilkynna það ekki síðar en sex mánuðum áður en ráðningartími rennur út.

Ásdís Hlökk lauk meistaragráðu í skipulagsfræðum frá háskólanum í Reading á Englandi. Hún hefur einnig lagt stund á doktorsnám í skipulagsfræðum við Kungl. Tekniska Högskolan í Stokkhólmi meðfram störfum.

Hún hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu en fyrir utan störf hennar við Háskólann í Reykjavík var hún settur skipulagsstjóri á Skipulagsstofnun á árunum 2004 – 2005 og aðstoðarskipulagsstjóri frá árinu 1998. Þá starfaði hún hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta á árunum 2005 – 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 
Eyjan
Í gær

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar