fbpx
Eyjan

Allt upp í loft vegna laxeldis – en hvað geta stjórnvöld gert?

Egill Helgason
Mánudaginn 8. október 2018 11:44

Ætli sé nokkur vafi um að fundin verður leið framhjá niðurstöðu úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál um laxeldið í Tálknafirði og Patreksfirði. Eða er það ekki alveg öruggt?

Í dag er hann mjög stríður í fjölmiðlum söngurinn um að þessu verði að breyta – einn vinur minn á Fésbók orðar það svo að allir fjölmiðlar séu nú „fullir af fréttum um að heimsendir sé í nánd ef ekki má ala lax í opnum kvíum“.

Þrýstingurinn er mjög mikill, eins og sjá má á greininni hér að neðan. En það sýnir hvernig himinn og haf er milli andstæðinga og stuðningsmanna eldisins að fjöldi starfanna sem tapast vegna úrskurðarins er áætlaður allt frá örfáum upp í fjögur hundruð, allt eftir því hver fjallar um málið.

 

 

Meira og minna allir flokkar á þingi virðast vera sammála um að þurfi að bregðast við úrskurðinum og það er sjávarútvegsráðherra líka og  forsætisráðherra. Einna harðast gengur fram Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna – jú, hún er að vestan.

Það er samt spurning hvernig umhverfisflokkurinn VG á að taka á þessu máli – og sjálfur umhverfisráðherrann, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem var sóttur frá náttúruverndarsamtökum úti í bæ. Hann hefur lýst því yfir áður að hann vilji fara með mikilli gát í laxeldi.

Úrskurð nefndarinnar virðist ekki vera hægt að sniðganga – málarekstur fyrir dómstólum tekur langan tíma. Hvernig ætlar þá forsætisráðherra að bregðast við – í gær gaf hún út þessa varfærnu yfirlýsingu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 
Eyjan
Í gær

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar