fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Björn segir Sólveigu Önnu hafa komið með sósíalíska harðstjórn inn í Eflingu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. október 2018 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir að sósíalískir harðstjórnarhættir ríki nú í stéttarfélaginu Eflingu þar sem hver sá sem ekki dansar á réttu línunni sé látinn fjúka. Björn skrifar á heimasíðu sína:

„Stjórnarháttum Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns og Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra er lýst sem harðstjórn. Þau hafa hreinsað þá út úr 50 manna starfsliði Eflingar sem ekki lúta vilja þeirra. Hófust hreinsanirnar þegar Þráinn Hallgrímsson skrifstofustjóri var rekinn fyrirvaralaust á stjórnarfundi og Viðar ráðinn framkvæmdastjóri 27. apríl 2018. Þau Sólveig Anna og Viðar ráku einnig Hörpu Ólafsdóttur hagfræðing.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Þá greinir Björn frá því að Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, hafi verið ráðinn til félagsins. Síðan skrifar Björn:

Nú hefur fjármálastjóra Eflingar og bókara verið ýtt til hliðar eftir að fjármálastjórinn vildi leita umboðs stjórnar til að greiða reikning (1 milljón króna) frá Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu Gunnars Smára. Áður hafði Alda Lóa fengið greiddar um 4 milljónir króna úr sjóðum félagsins, segir í Morgunblaðinu. Vinna hennar felst í myndatöku. Má meðal annars sjá myndir af félagsmönnum Eflingar á eigin Facebook-síðu hennar.

Undir loks pistils síns skýtur Björn á Gunnar Smára Egilsson, stofnanda Sósíalistaflokksins og einn helsta stuðningsmann Sólveigar Önnu:

„Um árabil hefur Gunnar Smári notið meiri verndar á fjölmiðlavettvangi en aðrir sem staðið hafa í svipuðum fjármálasviptingum og hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?