fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Stafrænt alræði

Egill Helgason
Þriðjudaginn 2. október 2018 19:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stafrænt alræði eru orð sem mætti nota yfir gríðarlega samfélagslega umbreytingu sem er að gerast í Kína. Þetta felst í stöðugu eftirliti með borgurunum, hvert sem þeir fara, hvað sem þeir kaupa, hvernig þeir hegða sér, svipbrigðum þeirra og viðmóti, hegðum þeirra á samfélagsmiðlum – og því hversu leiðitamir þeir eru ríkinu,

Um þetta er fjallað í fréttaskýringu frá ABC sjónvarpsstöðinni í Ástralíu. Þetta byggir á þéttriðnu neti eftirlitsbúnaðar og myndavéla. Þeir sem standa sig vel að mati ríkisins fá háar einkunnir. Þeir ganga fyrir um val á skólum fyrir börn sín,  fá aðgengi að betra húsnæði, betri heilbrigðisþjónustu, ódýrari lán og hafa ferðafrelsi.

Þeir sem hafa lágar einkunnir geta ekki búist við því að komast áfram í samfélaginu, ferðafrelsi þeirra er takmarkað og þeir geta lítt athafnað sig. Í fréttaskýringuni er nefnt dæmi um fréttamann sem fjallaði um spillingu innan kommúnistaflokksins. Honum er meinað að nota einföldustu tækni eins og snjallforrit til að bóka lestarmiða.

Þetta er þegar að verða að veruleika. Kerfið er orðið risavaxið og á að vera komið fullkomlega í gagnið 2020. Í einni opinberri lýsingu á því segir að þeir sem eru traustsins verðir muni geta farið um frjálsir undir himinhvelfingunni en þeim sem eru ótraustverðir verði gert erfitt að taka svo mikið sem eitt einasta skref. Við getum ímyndað okkur hversu erfitt, eða vonlaust, er að gagnrýna samfélag sem byggir á svo víðtæku eftirliti, fara í andóf gegn því eða breyta því.

Þetta virkar náttúrlega eins og fullkomlega dystópísk framtíðarsýn. Við höfum séð svona í vísindaskáldskap. Til dæmis í vinsælum sjónvarpsþáttum sem kallast Black Mirror þar sem fólk er sífellt að gefa hvert öðru einkunnir í gegnum snjalltæki

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt