fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Vigdís tók myndir inn um gluggann á „klósettinu“ í Nauthólsvík: „Ég er þrumu lostin yfir þessu ástandi“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 1. október 2018 16:43

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir að „Braggablúsinn“ svokallaði komi til með að kosta Reykjavíkurborg hálfan milljarð. Umræður fara fram um málið í borgarstjórn á morgun og fór Vigdís í vettvangsferð í Nauthólsvík til að kynna sér málið. Um er að ræða gamlan bragga sem Reykjavíkurborg er að gera upp og fór verkefnið 257 milljónir fram úr áætlun, er verkið enn óklárað. Náðhúsið eitt og sér hefur kostað 46 milljónir.

Sjá einnig: Braggablúsinn kominn í 415 milljónir -Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir

Sjá einnig: Braggablús borgarinnar – Náðhúsið kostaði 46 milljónir

Náðhúsið, sem var eitt sinn klósett, kemur til með að verða fjölnota fyrirlestrasalur, verður því ekkert klósett á „klósettinu“. Vigdís fór þangað í dag og tók myndir inn um glugganna. Hún var ekki sátt við ástandið í samtali við Eyjuna:

„Ég er þrumu lostin yfir þessu ástandi. Þetta er tæplega fokhelt, það er ekkert verið að gera þarna inni og húsið er ekki tilbúið fyrir veturinn að utan. Þetta er ekki í lagi,“ segir Vigdís. Hún skilur ekki hvernig þetta hafi kostað 46 milljónir: „Þá kostar þetta annað eins að klára. Það er látið líta út fyrir að þessar 400 milljónir séu lokatala á verkinu, en miðað við ástandið þarna vantar örugglega 50 til 80 milljónir í viðbót. Það þýðir að þessi braggi og það muni kosta á endanum hálfan milljarð.“

Hér má sjá myndirnar sem Vigdís tók í dag:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka