fbpx
Eyjan

Black 47 – kvikmynd um hvernig Írar voru kúgaðir og sveltir af Englendingum

Egill Helgason
Mánudaginn 1. október 2018 11:29

Black 47 er kvikmynd um atburði sem eru alltof lítið þekktir – hungursneyðina miklu á Írlandi. Þetta var slíkt áfall að kom róti á alla þjóðina um langt skeið. Þarna hófst fólksflóttinn frá Írlandi til Bandaríkjanna. Talið er af 1- 1.5 milljónir manna hafi látist af völdum hungursins og sjúkdóma sem fylgdu í kjölfarið. Verst var ástandið árið 1847 – það var Svarti 47 og þaðan er titill myndrinnar.

Hörmungarnar voru mestar í vestur- og suðurhlutum Írlands þar sem gelíska var töluð. Hungrið er ein ástæða þess að Írar töpuðu tungu sinni hratt á 19. öld. Á þessum tíma hefst fólksfækkun á Írlandi sem átti eftir að standa meira en öld. Íbúar héraðanna sem síðar urðu Írska lýðveldið voru á tíma hungursneyðarinnar 6,5 milljónir samkvæmt manntali. Síðan fækkaði þeim ört, þeir voru komnir niður í 2,2 milljónir 1956.

Það er fyrst nú síðustu ár  að samanlagður íbúafjöldi Írska lýðveldisins og Norður-Írlands er meiri en fyrir hungursneyðina.

Utan Írlands er hungursneyðin kennd við kartöflubrest. Hugsanlega bar landið ekki íbúafjöldann. Kartöflur voru uppistaðan í mataræðinu – og þegar sjúkdómur lagðist á kartöflugrösin þannig að þau rotnuðu í jörðinni fór allt í voða. Írar voru þá undir yfirráðum Englendinga. Maður heyrir því stundum haldið fram að það hafi verið blessun fyrir þjóðir að lenda undir nýlendustjórn Englendinga – Englendingar sjálfir hafa furðulegar hugmyndir um hið blessunarríka heimsveldi. Þeir hafa í raun aldrei gert upp við glæpi þess.

Það er víst að Írar áttu ekki sjö dagana sæla undir Englendingum sem gerðu þeim allt til miska, rændu af þeim landi og settu yfir lénsherra sem þeim voru þóknanlegir. Alþýðan írska var upp til hópa bláfátækt bændafólk, kaþólskt, leiguliðar á jörðum drottnaranna sem skákuðu í skjóli ensks hervalds. Þeim sem gátu ekki staðið í skilum með leigu fyrir landið var miskunnarlaust refsað, þeir voru reknir burt af jörðunum, hús þeirra brend eða þakið rofið af híbýlunum og því svipt burt. Fólkið fór á vergang, svalt, króknaði úr kulda, dó unnvörpum.

En það er vitað að á tíma hungursins mikla var mikið af matvælum flutt burt frá Írlandi og þau seld á mörkuðum.

Kvikmyndin Black 47 er full af reiði yfir hinu skelfilega óréttlæti. Hún fjallar um Íra sem hefur þjónað í breska hernum í Afganistan en kemur heim og sér þá að mestöll fjölskylda hans hefur dáið vegna hungursins. Allt kringum hann er tötralýður og dáið fólk, en aðrir eru að forða sér til Ameríku. En hermaðurinn, sem annars lætur ekki upp miklar tilfinningar, fer í hefndarleiðangur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn allra flokka hafa komið í veg fyrir lægra matvöruverð hér á landi

Framsóknarmenn allra flokka hafa komið í veg fyrir lægra matvöruverð hér á landi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óánægja innan Viðreisnar vegna Braggamálsins – Telja flokkinn vera að svara fyrir klúður annarra

Óánægja innan Viðreisnar vegna Braggamálsins – Telja flokkinn vera að svara fyrir klúður annarra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vegurinn svo slæmur að börnin kasta upp í skólaakstri og upplifa kvíða: „Má segja að þetta jaðri við barnaverndarmál“

Vegurinn svo slæmur að börnin kasta upp í skólaakstri og upplifa kvíða: „Má segja að þetta jaðri við barnaverndarmál“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ríkisstjórnin tekur á móti 75 flóttamönnum á næsta ári – Flestir frá Sýrlandi – Hinsegin flóttamenn koma frá Kenýa

Ríkisstjórnin tekur á móti 75 flóttamönnum á næsta ári – Flestir frá Sýrlandi – Hinsegin flóttamenn koma frá Kenýa