fbpx
Eyjan

Þjóðernisstefna hefur ekkert að segja um stórmál 21. aldarinnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. september 2018 10:38

Trump flytur ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Það brýst út almennur hlátur á þinginu þegar forseti Bandaríkjanna fer að gorta af afrekum sínum. Þykir hjákátlegt.

En mönnum er varla hlátur í hug þegar hann tekur að úthúða alþjóðahyggju og boða þjóðernisstefnu. Þetta er í fullkominni andstöðu við það sem Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði fyrr um daginn.

En Trump og hans menn þola ekki alþjóðasamninga og alþjóðastofnanir. Þó varð margt af því til að undirlagi Bandaríkjanna – og styrkti stöðu þeirra á hinni bandarísku öld. En nú er mottóið go it alone – gera það sem maður vill engum háður og bundinn.

Þetta er náttúrlega eins illa ígrundað og hugsast getur. Þjóðríki voru á sínum tíma stofnuð til að fást við hluti sem minni einingar réðu ekki við. En nú lifum við á tíma viðfangsefna og ógna sem þjóðríkin geta ekki höndlað ein.

Útbreiðsla kjarnorkuvopna, ofurvald fjármálaaflanna, gervigreind og samruni tölvutækni og líftækni og ófyriséðar afleiðingar þessa, loftslagsbreytingar, hryðjuverk.

Það er ekki hægt að taka á neinu af þessu nema með mikilli alþjóðlegri samvinnu. Þjóðernisstefna hefur nákvæmlega ekkert að segja um þessi stóru mál 21. aldarinnar.

Við þurfum svosem ekki annað en að virða fyrir okkur jörðina eins og hún lítur út utan úr geimnum til að sjá hvernig þetta er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fjölgun borgarfulltrúa kostar hundruð milljóna

Fjölgun borgarfulltrúa kostar hundruð milljóna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn allra flokka hafa komið í veg fyrir lægra matvöruverð hér á landi

Framsóknarmenn allra flokka hafa komið í veg fyrir lægra matvöruverð hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægja innan Viðreisnar vegna Braggamálsins – Telja flokkinn vera að svara fyrir klúður annarra

Óánægja innan Viðreisnar vegna Braggamálsins – Telja flokkinn vera að svara fyrir klúður annarra