fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Páll setur spurningamerki við fjölgun öryrkja á Íslandi – Kostnaður getur tvöfaldast á tíu árum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. september 2018 12:30

Páll Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé eitthvað að í kerfinu sem þurfi að laga til að ungt fólk sé dæmt til ævilangrar örorku. Í ræðu sinni á Alþingi undir liðnum störf þingsins spurði Páll hvort þingmenn gerðu sér grein fyrir því að 30% öryrkja á Íslandi með 75% örorkumat eða meira séu ungt fólk innan við fertugt, hlutfall sem er tvöfalt hærra en er á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er 14–16%.

Hann bendir á að árið 2016 hafi fjölgun öryrkja farið fram úr fjölgun á vinnumarkaði og að fjölgunin sé mest hjá ungum körlum á aldrinum 20–30 ára vegna geðraskana og ungra kvenna á aldrinum 30–40 ára vegna stoðkerfisvandamála.

Páll bendir á að kostnaður komi til með að tvöfaldast eftir tíu ár þar sem öryrkjar verði orðnir 23 þúsund. Hann segist þó ekki vera að ræða þetta út frá kostnaði hefur mannlega þættinum: „Það er eitthvað að í kerfinu sem er hvetjandi til skráningar inn á örorku, samanborið við það kerfi sem ríkir á hinum Norðurlöndunum, og er letjandi fyrir fólk til að koma til baka. Það er eitthvað í kerfinu sem við verðum að laga, fólksins sjálfs vegna, svo við séum ekki að dæma ungt fólk, unga menn og ungar konur, til varanlegrar og hugsanlega ævilangrar örorku. Við verðum að laga kerfið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki