fbpx
Eyjan

Ísland í 59. sæti yfir efnahagsfrelsi ríkja

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. september 2018 13:50

Samkvæmt árlegri samanburðarrannsókn um efnahagsfrelsi ríkja í heiminum, mælist það mest í Hong Kong og Singapúr. Ísland er í 59. sæti listans, ásamt Ungverjalandi, og stendur í stað milli ára þó svo einkunnin lækki örlítið. Viðskiptablaðið greinir frá.

Skoðað er hversu fyrirferðamikið ríkisvaldið er í efnahagslífi hvers lands fyrir sig, varðandi útgjöld, skatta og ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki. Þá er gjaldmiðillinn, lagaumgjörð og staða eignarrétts skoðuð, sem og reglugerðarumgjörð landanna.

Einkunn Íslands lækkar úr 7,25 stigum árið 2015 í 7,22 stig, en skýrslan tekur mið af opinberum tölum frá árinu 2016.

Árið 2007 var Ísland í 11. sæti listans. Árið 2010 hrundi það í 102. sætið, og árið 2015 var það komið  í 64. sæti.

Nágrannar Íslands á listanum eru Kenía, einu sæti neðar, og Seychelles-eyjar sem eru sæti ofar. Þar fyrir ofan er Frakkland og Pólland.

Í fimm neðstu sætum listans eru Sýrland, Alsír, Argentína, Líbía og neðst er Venesúela.

Topp 10 listinn lítur svona út:

Hong Kong – 8,97

Singapúr – 8,84

Nýja Sjáland – 8,49

Sviss – 8,39

Írland – 8,07

Bandaríkin – 8,03

Georgía – 8,02

Máritíus – 8,01

Bretland – 8,0

Ástralía – 7,98

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fjölgun borgarfulltrúa kostar hundruð milljóna

Fjölgun borgarfulltrúa kostar hundruð milljóna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn allra flokka hafa komið í veg fyrir lægra matvöruverð hér á landi

Framsóknarmenn allra flokka hafa komið í veg fyrir lægra matvöruverð hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægja innan Viðreisnar vegna Braggamálsins – Telja flokkinn vera að svara fyrir klúður annarra

Óánægja innan Viðreisnar vegna Braggamálsins – Telja flokkinn vera að svara fyrir klúður annarra