fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Hjúkrunarfræðingar kalla eftir pólitískum viðbrögðum gegn launaójöfnuði

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 25. september 2018 17:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjúkrunarfræðingar hafa fengið nóg af launaójöfnuði og kalla eftir pólitískum viðbrögðum til að takast á við ósanngjarnan launamun í störfum sem krefjast sambærilegrar menntunar.

Þetta kemur fram í sérstakri yfirlýsingu frá stjórn Samtaka hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum en norrænir hjúkrunarfræðingar funda í Reykjavík á miðvikudag og fimmtudag þar sem launaójöfnuðurinn er meginþemað.

Í yfirlýsingu samtakanna, sem í eru hjúkrunarfræðingar frá öllum Norðurlöndunum sex, segir að könnun á launakjörum leiði í ljós að launamunur karla og kvenna sé umtalsverður og konur í hefðbundnum kvennagreinum, svo sem hjúkrun, séu með um 80% af launum í karlagreinum með svipað menntunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.

„Staðan hér á landi er ekkert skárri og raunar er það þannig að aðeins 61% launa íslenskra hjúkrunarfræðinga er föst laun meðan afgangurinn kemur í formi yfirvinnulauna. Slíkt yfirvinnuhlutfall þekkist ekki á hinum Norðurlöndunum, þar sem vinnuvikan er styttri að auki,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Í yfirlýsingu hjúkrunarfræðinga segir enn fremur að þróun heilbrigðismála á þessari öld muni hafa í för með sér að vægi hjúkrunarstarfa eigi eftir að aukst og því sé skortur á hjúkrunarfræðingum alvarleg staðreynd. Ójöfn laun hafi verið á dagskrá stofnfundar Samtaka hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum árið 1920. 98 árum síðar sé það enn á dagskrá og stjórnmálamenn eigi að sýna dug sinn í að takast á við ójöfnuðinn og veita hjúkrunarfræðingum þau laun og þá virðingu sem þeir eigi skilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega