fbpx
Eyjan

Fordæma Icelandair vegna aðgerða gegn flugfreyjum: Kerfisbundin kvenfyrirlitning og kapítalísk græðgisvæðing

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. september 2018 15:51

Forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar hafa fordæmt aðgerðir Icelandair um bann við hlutastörfum flugfreyja og flugþjóna. Sagt að er ráðist sé gegn atvinnuöryggi þeirra sem hafi gert rekstur félagsins mögulegan, með slíkum aðgerðum.

Stjórnendur þurfi að axla ábyrgð

Lögð er fram sú krafa að stjórnendur afsali sér ofurlaunum og kaupaukagreiðslum og axli þar með ábyrgð sjálfir:

Við undirrituð mótmælum harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu. Í ljósi þess að stjórn félagsins hefur á síðastliðnum tveimur árum greitt hluthöfum rúman 1,3 milljarð í arð vekur það furðu að ráðast eigi að atvinnuöryggi þeirra sem gert hafa rekstur fyrirtækisins mögulegan; þeim sem unnið hafa vinnuna, með því að banna hlutastörf. Hvernig væri að stjórnendur félagsins byrjuðu á því að axla ábyrgð á stöðu þeirri sem komin er upp hjá Icelandair með því að afsala sér ofurlaunum og kaupaukagreiðslum, upphæðum sem eru margföld laun vinnuaflsins á íslenskum vinnumarkaði? Á meðan það er ekki gert er allt tal um háan launakostnað Icelandair algjörlega ómarktækt.“

Kerfisbundin kvenfyrirlitning og kapítalísk græðgisvæðing

„Eins og svo oft áður í íslensku samfélagi beinast aðgerðirnar að stórri kvennastétt sem ætlast er til að beri byrðar „hagræðingar“ og sparnaðar. Enn á ný sjáum við hversu kerfisbundin kvenfyrirlitningin er í þjóðfélaginu og hvernig hagsmunir efnahagslegra forréttindahópa vega ávallt þyngra en virðing fyrir kvennastörfum.
Kapítalísk græðgisvæðing býr til efnahagslegan óstöðugleika, ekki kröfur vinnuaflsins um sanngirni, það hefur sagan kennt okkur og því fordæmum við að ráðist skuli með þessum hætti að hagsmunum starfsfólks Icelandair. Við lýsum yfir samstöðu með flugfreyjum og flugþjónum í baráttu þeirra fyrir virðingu og réttlæti. Við hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama.“

Undir yfirlýsinguna rita: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar – stéttarfélags, Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn allra flokka hafa komið í veg fyrir lægra matvöruverð hér á landi

Framsóknarmenn allra flokka hafa komið í veg fyrir lægra matvöruverð hér á landi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óánægja innan Viðreisnar vegna Braggamálsins – Telja flokkinn vera að svara fyrir klúður annarra

Óánægja innan Viðreisnar vegna Braggamálsins – Telja flokkinn vera að svara fyrir klúður annarra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vegurinn svo slæmur að börnin kasta upp í skólaakstri og upplifa kvíða: „Má segja að þetta jaðri við barnaverndarmál“

Vegurinn svo slæmur að börnin kasta upp í skólaakstri og upplifa kvíða: „Má segja að þetta jaðri við barnaverndarmál“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ríkisstjórnin tekur á móti 75 flóttamönnum á næsta ári – Flestir frá Sýrlandi – Hinsegin flóttamenn koma frá Kenýa

Ríkisstjórnin tekur á móti 75 flóttamönnum á næsta ári – Flestir frá Sýrlandi – Hinsegin flóttamenn koma frá Kenýa