fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

„Algjörlega óásættanlegt að það sé verið að pukrast með hverjir festu kaup á þessum eignum“

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 23. september 2018 13:30

Mannvirkjastofnun er meðal annars til húsa í Borgartúni 21.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru gríðarlegir hagsmunir fyrir íslenska skattborgara og því afar mikilvægt að allt sé uppi á borðinu. Að mínu mati er algjörlega óásættanlegt að það sé verið að pukrast með hverjir festu kaup á þessum eignum,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, í samtali við DV.

Í mars á þessu ári lagði Þorsteinn fram fyrirspurn til félags- og jafnréttismálaráðherra þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um hversu margar fullnustueignir Íbúðalánasjóður hefði selt árlega 2008–2017, hvar þær voru staðsettar og hvert heildarsöluverð þeirra var. Þá óskaði hann einnig eftir upplýsingum um hverjir það voru sem keyptu þessar eignir, einstaklinga og fyrirtæki.

Eftir drjúgan tíma barst loks svar við fyrri liðnum. Rúmlega 3.500 eignir voru seldar á tímabilinu og var söluandvirði þeirra yfir 57 milljarðar króna. Ekkert svar barst um hverjir voru kaupendur eignanna og lagði Þorsteinn því fram sömu fyrirspurn öðru sinni í júní síðastliðinn. „Þá brá svo við að ráðuneytið bar fyrir sig Persónuvernd og taldi að ekki væri heimilt að gefa upp nöfn kaupenda eignanna. Ég óskaði þá eftir áliti frá Persónuvernd og fékk fljótlega svar um að Persónuvernd gerði ekki athugasemd við að þær upplýsingar yrðu birtar. Þá bjóst ég við að fá upplýsingarnar í hendur en svar var þá sent á Alþingi og þinginu látið eftir hvort það yrði birt eða ekki. Það er að sjálfsögðu ekki hlutverk Alþingis að taka ákvarðanir um hvort svör ráðuneyta séu birt eða ekki. Þegar þarna var komið sögu var nýtt þing tekið við og því þurfti ég að leggja fram sömu fyrirspurn aftur á nýju þingi,“ segir Þorsteinn.

Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður

Að eigin sögn ætlar hann sér að fá þessar upplýsingar opinberar. „Öll þessi fasteignakaup voru þinglýst og því er hér um opinberar upplýsingar að ræða. Ég tel það afar brýnt að það sé upplýst um hverjir keyptu eignir fyrir 57 milljarða króna af ríkinu,“ segir Þorsteinn.

Þetta er ekki eina fyrirspurn varðandi Íbúðalánasjóð sem Þorsteinn hefur mátt bíða drjúga stund eftir svörum við. Hann lagði einnig fram fyrirspurn um hvaða fjárfestar eða lántakendur leiguíbúðalána Íbúðalánasjóðs hefðu gert upp 256 lán vegna fasteignaviðskipta á Reykjanesi og hversu háa upphæð hver og einn hefði greitt.

„Fjármálaeftirlitið gerði athugasemdir við lánveitingar ÍLS til félaga sem áttu að vera með óhagnaðardrifna leigustarfsemi en voru það ekki, eins og til að mynda Heimavellir hf. Þegar tekið var harðar á því gerðu fjölmargir aðilar upp lán sín við sjóðinn. Ég tel mikilvægt að fá fram í dagsljósið hvaða aðilar sóttust eftir þessum lánum og hversu há þau voru,“ segir Þorsteinn. Svarið sem barst frá ráðuneytinu var að mögulegt væri að afhenda Alþingi upplýsingarnar en að því tilskildu að þær berist ekki óviðkomandi og þagnarskyldu sé gætt. Enn var Alþingi gert að skera úr um hvort birta bæri svarið eða ekki og nú hefur Þorsteinn þurft að leggja fram fyrirspurnina að nýju.

„Ég mun ekki gefast upp í þessari baráttu. Þessar upplýsingar verða að komast upp á yfirborðið,“ segir Þorsteinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG