fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ríkið keypt „gamla“ og „lélega“ sumarbústaði á Þingvöllum fyrir 173 milljónir: „Margir þeirra gríðarlega dýrir svo þetta mun gerast hægt“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. september 2018 09:25

Frá Þingvöllum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðastliðnum fimm árum hefur íslenska ríkið keypt 12 sumarbústaði á Þingvöllum fyrir 173 milljónir króna. Fréttablaðið greinir frá.

Þegar bústaðir í þjóðgarðinum bjóðast til sölu, á ríkið forkaupsrétt og sérstök heimild í fjárlögum gefur fjármála- og efnahagsráðuneytinu svigrúm til þess að kaupa bústaði og jarðir á svæðinu.

Samkvæmt ráðuneytinu er það Þingvallanefnd sem hefur frumkvæði að því að óska eftir nýtingu forkaupsréttarins með það að markmiði að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum og jafnframt framfylgja stefnunni um fækkun sumarhúsa og varðveitingu náttúrulegrar, upprunalegrar ásýndar þjóðgarðsins.

„Þar sem þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá er þessi stefna m.a. í samræmi við tilmæli Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meginforsendan fyrir því að beita forkaupsréttinum af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur verið sú að fjarlægja eigi umrædd sumarhús til að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum í samræmi við fyrirliggjandi stefnu Þingvallanefndar. Tveir bústaðir við Gjábakkaland voru seldir til brottflutnings árið 2013, fyrir tæpar 2 m.kr. Reynsla af því að selja bústaði við Þingvelli til brottflutnings hefur hins vegar ekki verið góð, einkum vegna þeirra spjalla sem orðið hafa á viðkvæmum gróðri og landslagi á svæðinu við slíkar framkvæmdir.“

segir Eva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Samkvæmt Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni VG og formanni Þingvallanefndar, verður haldið áfram með þessi kaup:

„Við höfum ekki verið að fara inn til að kaupa fólk út fyrir stórfé eða þegar um er að ræða erfðamál. Þetta eru fyrst og fremst bústaðir sem eru til sölu, orðnir gamlir og lélegir. En þessu verður haldið áfram, þetta eru um 80 bústaðir þarna en margir þeirra gríðarlega dýrir svo þetta mun gerast hægt.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus