fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Nýtt fréttasett RÚV kostar 184 milljónir

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. september 2018 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttum RÚV í gær var greint frá því að það yrði síðasti fréttatíminn úr því myndveri, því nýtt myndver yrði tekið í notkun í dag.

Fréttir RÚV hafa verið lesnar í um 20 ár í sama myndverinu en nýja myndverið kostar um 184 milljónir króna.

Með nýjum tæknibúnaði er áætlað að um 20 milljónir sparist árlega, því aðeins tveir starfmenn eru nauðsynlegir í hverri útsendingu, í stað átta áður.

Myndavélar verða því ekki „mannaðar“ heldur eru þær nokkurs konar „róbótar“ samkvæmt frétt RÚV.

 

Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri, segir nýju tæknina, róbótana, þó enn geta strítt:

„Jú, jú þeir getað auðvitað orðið óþekkir eins og stórar stöðvar þekkja en þetta er tækni sem gerir okkur kleift að þróa fréttirnar og útlitið og halda í takt við tímann.  Það er ekkert leyndarmál að við erum svolítið eftir á hvað þetta varðar, við erum núna að taka í notkun sjálfkeyrslu og þessa róbota sem systurstöðvarnar eru fyrir löngu búnar að taka í notkun.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben