fbpx
Eyjan

Bækur sem eyðilögðu æsku manns – eða svona hérumbil

Egill Helgason
Föstudaginn 21. september 2018 11:23

Borgarbókasafnið spyr þeirra skemmtilegu spurningar á vef sínum hvaða bók hafi valdi manni andlegu áfalli í æsku?

Fékkstu sjokk þegar Dumbledore dó? Glataðirðu sakleysinu þegar þú last Svona verða börnin til? Við viljum vita hvaða bók lagði sálarlíf þitt í rúst sem barn…. og vonum auðvitað að það hafi náð sér aftur á strik síðan!

Þetta er spurning sem hefur oft borið á góma í mínum vinahópi – kannski frekar fyrr á árum þegar barnabækurnar voru ferskari í minninu.

Sjálfur las ég heil kynstur sem barn, kláraði eiginlega útibú Borgarbókasafnsins í gömlu Verkamannabústöðunum og fór þá að venja komur mínar í hina fögru villu við Þingholtsstræti.

En fyrst í hugann hjá mér komu tvær bækur:

Bláskjár, þýsk bók, kom víst fyrst út á íslensku 1915 og síðan í mörgum útgáfum. Fjallar um bláeygðan og ljóshærðan dreng sem er rænt af dökku flökkufólki, væntanlega sígaunum, og geymdur í helli. Foringinn heitir Svarti-Eiríkur.  Þessi bók þykir ekki góð latína í dag – hún er ansi rasísk. En kallaði fram angist hjá börnum sem lásu hana á sínum tíma.

Hitt sem ég nefni eru Hjaltabækurnar eða Sagan hans Hjalta litla eftir Stefán Jónsson. Stefán var afar góður höfundur sem skrifaði barnabækur í raunsæisstíl. En það gat verið dálítið yfirþyrmandi fyrir börnin. Mér fannst kaflinn þar sem Hjalti verður að skiljast við móður sína alveg hræðilegur og gat eiginlega ekki lesið neitt eftir Stefán lengi eftir.

Og, já, ekki má ég gleyma Alfinni álfakóngi. Hún var eftir Rotman, sem líka samdi Dísu ljósálf og Dverginn Rauðgrana. Allar eru þær hryllilegar. Sonur Alfinns, Trítill,  týnir föður sínum og það fékk á mig – og svo gerist þetta allt í heimi þar sem öll stærðarhlutföll eru mjög skrítin og margir sem liggja á því lúalagi að gera litlum börnum mein.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Krefst afsagnar stjórnarformanns Félagsbústaða: „Ég tel að Haraldur hljóti að vera aðalábyrgðarmaður í þessu“

Krefst afsagnar stjórnarformanns Félagsbústaða: „Ég tel að Haraldur hljóti að vera aðalábyrgðarmaður í þessu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Farið fram á lögbann vegna Tekjur.is

Farið fram á lögbann vegna Tekjur.is
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar