fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Vilhjálmur vill skipta um tryggingarfélag vegna lokunar VÍS: „Óþolandi þegar verið er að leita hagræðingar þá er ætíð ráðist á landsbyggðina“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. september 2018 16:00

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, íhugar að skipta um tryggingarfélag, bæði fyrir sig persónulega sem og verkalýðsfélagið, í kjölfar frétta af lokun umboðsskrifstofa VÍS á Vesturlandi, líkt og Skessuhorn greinir frá.

Vilhjálmur segir neytendur þurfa að svara af fullum krafti:

„Þetta mun kalla á að ég mun íhuga að færa mínar tryggingar í burtu frá VÍS og ugglaust mun stjórn Verkalýðsfélags Akraness skoða hvort það verði einnig gert með allar tryggingar félagsins hjá VÍS. Það er algjörlega óþolandi þegar verið er að leita hagræðingar þá er ætíð ráðist á landsbyggðina og við þeirri þróun verða neytendur á landsbyggðinni að svara af fullum krafti. Vil taka það fram að ég og Verkalýðsfélag Akraness höfum átt í mjög góðu viðskiptasambandi við starfsmenn útibúsins hér á Akranesi og því er sorglegt að verið sé að leggja þessa starfsemi niður á Akranesi.“

 

Stafrænt þjónustufyrirtæki í einu umdæmi

Skessuhorn greinir frá því að stjórn og stjórnendur VÍS hafi mótað þá framtíðarsýn í sameiningu, að félagið verði „stafrænt þjónustufyrirtæki“:

„Í því felst að félagið hyggst loka fjölda þjónustustaða á landsbyggðinni strax um næstu mánaðamót og skerða þjónustu. Svokölluð tryggingaumboð VÍS sem og þjónustuaðilum á fjölmörgum smærri stöðum, svo sem í Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi, hætta starfsemi. Umboðsskrifstofum á Akranesi og Borgarnesi verður einnig lokað og þær sameinaðar skrifstofunni í Reykjavík. Starfsfólki á báðum þessum stöðum er boðin vinna í Reykjavík. Þjónustuskrifstofur á landsbyggðinni verða eftir næstu mánaðamót sex talsins; þ.e. á Selfossi, Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki, Ísafirði og Reykjavík.“

Í tilkynningu frá forstjóra VÍS til umboðsaðila, sem Skessuhorn hefur undir höndum, segir m.a:

„Við lítum á landið sem eitt þjónustusvæði, hættum að skipta landinu í umdæmi og leggjum niður störf umdæmisstjóra.“

 

Meðvitaður um að breytingin falli misvel í kramið

Skessuhorn greinir frá því að  VÍS telji breytingarnar muni reynast viðskiptavinum sínum vel, til lengri tíma litið:

„Við sjáum skýr merki um að viðskiptavinir okkar vilja í síauknum mæli nota stafrænar leiðir til að eiga við okkur samskipti. Okkar trú er að sú eftirspurn muni fara vaxandi og kjarninn í okkar vegferð næstu misseri verður að efla þjónustuna okkar á því sviði, með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. En ég er sannfærður um að þetta séu nauðsynleg skref til að ná þeim árangri sem við stefnum að og þeirri framtíðarsýn sem við höfum sett okkur. Við erum í grunninn að breyta því hvernig við veitum þjónustu með það að markmiði að hún verði einfaldari og aðgengilegri, óháð búsetu. Viðskiptavinir okkar um allt land munu eftir sem áður fá framúrskarandi tjónaþjónustu. Ég hef fullan skilning á því að til skamms tíma muni einhverjum líka þessar breytingar misvel en ég trúi að til lengri tíma muni þær reynast viðskiptavinum okkar vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus