fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Trump gerir skopútgáfu af sjálfum sér – veggur byggður á sandi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. september 2018 12:14

Gervihnattamynd af Sahara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veggir og múrar eru ær og kýr Donalds Trump. Og jú, múrar eiga ákveðinn stað í sögu mannkynsins. Kínamúrinn var byggður til að halda fjandsamlegum þjóðum úti og sömuleiðis veggur Hadríans, en svo var það Berlínarmúrinn sem var reistur til að halda fólkinu inni.

Trump boðar múra í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Hann vill múr milli Bandaríkjanna og Mexíkó og svo vill hann setja um viðskipta- og tollamúra milli Bandaríkjanna og annarra þjóða.

Trump er náttúrlega eins og skopmynd og þess vegna verður dálítið ankanalegt þegar hann gengur svo langt að það er eins og skopútgáfa af honum sjálfum – paródía.

Þetta gerðist þegar Trump lagði til við utanríkisráðherra Spánar að Spánverjar stæðu fyrir því að reistur  yrði veggur yfir þvera Saharaeyðimörkina til að  halda úti flóttafólki. Maður ætlast kannski ekki til þess að Trump sé mjög sleipur í landafræðinni, en þetta er dálítið mikil fjarstæða.

Saharaeyðimörkin er 4800 kílómetra breið. Hún nær frá Atlantshafi til Rauðahafs og nær inn í eftirtalin lönd: Alsír, Tsjad, Egyptaland, Eriteu, Líbýu, Malí, Máritaníu, Marokkó, Níger, Súdan og Túnis.

Veggur af þessu tagi yrði að sönnu gríðarlegt mannvirki. Hann yrði að vera verulega hár – það duga varla minna en þrír til fjórir metrar, en samt yrði að hafa vaktmenn við hann allan til að koma í veg fyrir að óþjóðalýðurinn sem á að halda úti, samkvæmt Trump, nái að klifra yfir í skjóli nætur.

Hugsanlega yrðu líka að vera hlið, til að eyðimerkurþjóðirnar nái að komast í gegn. Það yrði líka að vera hægt að hleypa í gegn hinu árlega rallíi milli Dakar og Parísar.

Og svo má benda á það að slíkur veggur, yrði í orðsins fyllstu merkingu, byggður á sandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“