fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Vilhjálmur um ferðaþjónustuna: „Óþolandi að hér séu fyrirtæki sem stundi launaþjófnað eins og enginn sé morgundagurinn“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. september 2018 15:15

Vilhjálmur Birgisson Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnar áformum velferðarráðuneytisins um að ráðast í víðtækt samstarf gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði. Hann segir slík undirboð vera kjarasamningsbrot og algeng innan ferðaþjónustunnar:

„Ég fagna þessu, enda ólíðandi og óþolandi að hér séu fyrirtæki sem stundi launaþjófnað eins og enginn sé morgundagurinn. Það er samrómaálit okkar í verkalýðshreyfingunni að félagsleg undirboð og kjarasamningsbrot eru því miður algengust í ferðaþjónustunni.“

Hann segir þetta einnig viðgangast í byggingariðnaðinum:

„Það er þó rétt að geta þess að gróf kjarasamningsbrot eru ekki einskorðuð við ferðaþjónusta og nægir að nefna í því samhengi t.d. byggingariðnaðinn. Sem betur fer er meirihluti fyrirtækja sem vilja hafa hlutina í lagi og koma fram við sína starfsmenn af virðingu en því miður er því alls ekki til að dreifa með öll fyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði.“

Vill háar sektargreiðslur

„Ég vil að Alþingi lögfesti samhliða kjarasamningum um áramótin að félagsleg undirboð og launaþjónaður verði gerður refsiverður og fyrirtæki sem verða uppvís að slíku verði sektað með háum sektargreiðslum. Einnig þarf að lögfesta að verkalýðshreyfingin hafi víðtækar heimildir til gagnaöflunar t.d. kalla eftir tímaskýrslum, launaseðlum og öðrum gögnum sem þarf til að upplýsa hvort um félagsleg undirboð sé verið að ástunda hjá fyrirtækjum.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus