fbpx
Eyjan

Nátttröll komast í tölvu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. september 2018 16:37

Halldór Jónsson skrifar þetta blogg og það eru umsvifalaust tekið upp og birt í Staksteinum Morgunblaðsins. Það er engin launung að þeir eru í umsjá ritstjórans, Davíðs Oddssonar. Það hafa verið góðir tímar þegar ennþá mátti „trukka“ stúlkurnar í MR. Var það þannig þegar Halldór og Davíð voru í skólanum? Kannski svöruðu þær ekki jafn mikið fyrir sig þá. Á þessum tíma voru þær ennþá í minnihluta.

Hver er annars meiningin með þessum skrifum og birtingunni í fyrrum virðulegasta og víðlesnasta dagblaði Íslands? Og hvað þýða fyrstu orðin – að ekki sé víst að „óhætt sé að endurbirta“ pistilinn? Er það af því hann er svo sniðugur? Svo vogaður? Svo skarpur? Eða svo heimskulegur.

Satt að segja eru þetta einhver forpokuðustu skrif sem maður hefur séð í langan tíma – eins og nátttröll hafi komist í tölvu.

Það hefur aldeilis verið gaman fyrir ungar stúlkur að ganga menntaveginn, eða foreldrana sem studdu þær þangað, að fara í fínan skóla eins og MR til að láta Halldór og co „trukka“ sig.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar
Eyjan
Í gær

Fjölgun borgarfulltrúa kostar hundruð milljóna

Fjölgun borgarfulltrúa kostar hundruð milljóna