fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Kolbeinn svarar fyrir Grænlandsferðina – Varla úr ótal kostum að velja í Nuuk

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. september 2018 10:04

Kolbeinn Óttarsson Proppé og Guðmundur Ingi Kristinsson. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að ferðin til Grænlands á velferðarnefndarfund Norðurlandaráðs hafi verið vel heppnaður og hafi gefið fjölmargt sem mun nýtast í þingstörfunum. Varðandi hótelið sem þingmennirnir gistu á leyfir hann sér að efast að margir kostir hafi verið í boði í Nuuk á meðan ráðstefnan var í bænum. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks Fólksins, gagnrýndi ferðina harðlega á þingfundi í gær, sagði hann þetta hafa verið lúxusferð og bruðl.

Sagði hann að hótelið hefði verið það dýrasta hótel sem hann hafi gist á og setti stórt spurningamerki við að verið væri að senda tíu manns, sjö þingmenn og þrjá aðstoðarmenn á fund sem Guðmundur telur tilgangslausan. „„Ég spyr og vil bara fá upplýsingar um það hvort við eigum að fara að taka það saman hvort allar þessar utanlandsferðir og kostnaðurinn í kringum þær séu nauðsynlegar,” spurði Guðmundur.

Sjá einnig: Guðmundur Ingi fór í rándýra lúxusferð í boði skattgreiðenda

Gaf fjölmargt sem nýtist í þingstörfunum

Kolbeinn segir á Fésbók í dag að þetta sýni bersýnilega hvað upplifun fólks sé ólík. „Guðmundur Ingi upplifði hana sem algjörlega tilgangslausa, á meðan mér fannst hún merkileg og mun vinna úr ýmsu sem ég fræddist um þar,“ segir Kolbeinn.

Hann fundaði með borgarfulltrúum og borgarstjóranum í Nuuk um mál sem tengjast Íslandi og Grænlandi, fiskveiðar, norðurslóðir og fleira. Kolbeinn sat fyrirlestur um áhrif loftslagsbreytinga á siglingaleiðir á norðurslóðum, svo nýtti hann lausan tíma til að heimsækja úrræði fyrir heimilislausa.

Hvað nefndavinnuna snertir  segir Kolbeinn að þar hafi farið fram líflegar umræður og tillögur og álit voru unnin áfram. Þar hafi verið tekið á plastmengun í höfum  og leiðir til umhverfisvænni siglinga. „Þannig gaf þessi ferð mér fjölmargt sem mun nýtast í þingstörfunum, um leið og ég tel að ég hafi lagt mitt fram, af mínum veika mætti.“

Kolbeinn segir að hann sé sammála að þingið eigi að sýna ráðdeild en hann dregur í efa að það hafi verið úr ótal kostum að velja í Nuuk. „Raunar hefur mér sýnst starfsfólks þingsins standa sig vel í að finna hagkvæma kosti þegar kemur að ferðalögum og gistingu. Það er þó varla úr ótal kostum að velja í Nuuk þegar 150 manna ráðstefna er í bænum.“ Hann segir ekki varið að hætta að senda þingmenn í slíkar ferðir: „Að hætta þátttöku í alþjóðlegu starfi er hins vegar ekki svarið að mínu mati.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun