fbpx
Eyjan

WOW Air borgið – Fá 7,7 milljarða

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. september 2018 16:20

Skúli Mogensen

Flugfélagið WOW Air hefur lokið skuldabréfaútboði sínu. Um er að ræða skuldabréf upp á 60 milljónir evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. Það gera alls 7,7 milljarðar króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá WOW Air.

„Við þökkum fyrir þann mikla stuðning sem félagið hefur fengið í gegnum þetta ferli sem og öllum þeim sem tóku þátt í útboðinu. Niðurstaðan er okkur hjá WOW air mikil hvatning til að halda áfram okkar góða starfi og efla enn frekar alþjóðlegt flug og ferðaþjónustu hér á landi“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.

Þátttakendur voru bæði innlendir og erlendir fjárfestar. Bréfin verða gefin út með rafrænum hætti í Værdipapirsentralen ASA í Noregi og verða í kjölfarið skráð til viðskipta í Nasdaq kauphöllinni í Stokkhólmi. Skuldabréfin verða gefin út til þriggja ára og eru þau tryggð með veði í öllum hlutabréfum í WOW Air og dótturfélögum þess.

Skuldabréfaútgáfan er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu frumútboði WOW air innan næstu 18 mánaða. Þá hyggst flugfélagið sækja sér nýtt hlutafé og yrði í kjölfarið skráð á markað. Sagði Skúli um helgina að stefnan væri sett á 300 milljónir dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krefst afsagnar stjórnarformanns Félagsbústaða: „Ég tel að Haraldur hljóti að vera aðalábyrgðarmaður í þessu“

Krefst afsagnar stjórnarformanns Félagsbústaða: „Ég tel að Haraldur hljóti að vera aðalábyrgðarmaður í þessu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Farið fram á lögbann vegna Tekjur.is

Farið fram á lögbann vegna Tekjur.is
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar