fbpx
Eyjan

Fagnaðarefni að WOW komist fyrir vind – þórðargleðin er út í hött

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. september 2018 18:05

Maður verður var við furðulega neikvæðni í garð flugfélagsins WOW. Það hefur nú lokið skuldabréfaútboði sem tryggir félaginu framhaldslíf í einhvern tíma. En það er rétt sem sagt hefur verið, umræðan um WOW einkennist af þórðargleði og úrtölum.

Samt hefur WOW ekki tekið neitt frá neinum hér á Íslandi. Það eru ekki íslensku lífeyrissjóðirnir sem leggja félaginu til peninga, ekki íslensku bankarnir – og alls ekki íslenska ríkið. Og það er að miklu leyti WOW að þakka að flugfargjöld til og frá Íslandi hafa lækkað. Ef félagið færi á hausinn myndu íslenskar fjármálastofnanir ekki tapa og beint fjárhagstap íslenska ríkisins yrði óverulegt. Hins vegar yrðu bein og óbein áhrif á ferðaþjónustuna, stærstu atvinnugrein landsmanna, mjög mikil.

Eitt vekur athygli og það er hvað í raun er um litlar fjárhæðir að tefla. Þetta eru ekki nema fáeinir milljarðar. Það er rövlað um hrun – en þetta er ekki nema brotabrot af þeim stærðum sem um var að ræða í bankahruninu. Það verður að segjast eins og er, flug er ekki sérlega ábatasamur bisness, hagnaðarhlutfallið er ekki hátt.

Þessi niðurstaða, að WOW sé komið fyrir vind í einhver tíma, er auðvitað fagnaðarefni. Vextirnir sem félagið þarf að greiða virka reyndar óþægilega háir. Þetta verður ekki auðvelt. Reksturinn þarf væntanlega að endurskoða. En fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi er mikilvægt að WOW haldi velli. Tölur um ferðamannafjöldann í sumar sýna að gjaldþrot þýska flugfélagsins Air Berlin hefur haft mikil áhrif hér. Það varð gríðarlegur samdráttur í komu Þjóðverja hingað. En það eru smámunir miðað við það sem myndi gerast ef WOW hyrfi.

Þess vegna er þórðargleðin og hæðnishláturinn eiginlega alveg út í hött.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krefst afsagnar stjórnarformanns Félagsbústaða: „Ég tel að Haraldur hljóti að vera aðalábyrgðarmaður í þessu“

Krefst afsagnar stjórnarformanns Félagsbústaða: „Ég tel að Haraldur hljóti að vera aðalábyrgðarmaður í þessu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Farið fram á lögbann vegna Tekjur.is

Farið fram á lögbann vegna Tekjur.is
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar