fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Brynjar langar að vera dómsmálaráðherra: „Ef það er pólitískt rétt, þá nærðu til fleiri hópa“

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 16. september 2018 20:00

Brynjar Níelsson. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samfélaginu í dag snúist stjórnmálin minna um þekkingu og reynslu heldur meira um ásýnd og áferð. Brynjar hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2013, frá því að hann settist á þing hafa þrjár konur gegnt embætti dómsmálaráðherra. Í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV var hann spurður hvað honum fyndist í raun og veru um að vera ekki dómsmálaráðherra.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Skilur ásýndarstjórnmál

Það er ekkert launungarmál að Brynjar hefði ekkert á móti því að verða dómsmálaráðherra, en frá því að hann settist á þing hafa þrjár konur gegnt því embætti. Fyrir síðustu kosningar vék Brynjar úr fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður fyrir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Hvað finnst þér í raun og veru um að vera ekki dómsmálaráðherra?

„Ég hef nú sagt það um stjórnmálin, í þessu pólitíska rétthugsunarsamfélagi í dag, að reynsla og þekking skipti í raun og veru minna máli en áferð og ásýnd. Ef það er pólitískt rétt, þá nærðu til fleiri hópa. Gott og vel, það er alveg sjónarmið, en ég er bara ósammála því. Ég segi að ef þú hefur þingmann með reynslu og þekkingu innan þinna raða þá áttu að nota hann  í ráðherrastól. Að vísu höfum við dómsmálaráðherra sem hefur góða reynslu og þekkingu af málum sem heyra undir það ráðuneyti. Krafan er að ungt fólk eigi að komast til áhrifa, konur líka. Sú krafa er mjög skiljanleg þótt ég telji að reynsla og þekking skipti meira máli.“

Brynjar getur lítið sagt um stöðu sína innan flokksins og það heyrist á honum að hann hafi litlar áhyggjur af stöðu sinni eða ríkisstjórnarinnar. Hann segir það í höndum flokksmanna hversu lengi hann verði þingmaður. „Ég á nú ekki von á því að sitja í meira en eitt kjörtímabil í viðbót. Ég er að nálgast sextugt og á kannski tíu ára starfsferil eftir. Hugsa að ég geri eitthvað annað síðustu fimm árin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt